Hefur norður alltaf snúið upp á kortum?

Maður gæti haldið að austur hefði talist mikilvægari átt í augum ferðamanna á fyrri tíð?

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Norður tók að snúa upp á landakortum á 15. öld. Eitt af fyrstu kortunum þar sem norður sneri upp kallast Imago Mundi (Heimsmynd) og er að finna í bók frá 1483. Á þeim tíma var annars til siðs að láta austur snúa upp.

 

Mörg af fyrstu landakortunum geta ekki talist landabréf í hefðbundinni merkingu, heldur sýna þau táknrænan heim, byggðan á biblíunni. Jerúsalem og Paradís eru í austri og þessir staðir voru settir efst. Eitt elstu kortanna sem ekki hefur trúarlegar tengingar, er frá 7. eða 8. öld og þar sneri austur líka upp.

 

Þegar þekking manna á heiminum jókst var farið að teikna landakort sem einkum voru ætluð sæfarendum. Landkönnuðirnir áttu uppruna sinn á norðurhveli og það kynni að hafa átt þátt í því að norður og austur höfðu sætaskipti í þessu tilliti.

 

Árið 1550 tókst að ákvarða segulnorðurpólinn og 1569 gaf flæmski landfræðingurinn Gerardus Mercator út heimskort þar sem hann hafði norðurpólinn með. Eftir þetta breiddist út sá siður að láta norður snúa upp á kortum. Á tímum aukinna samskipta áttu menn líka auðveldara með að skilja hver annan þegar allir teiknuðu heiminn á sama hátt.

 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.