Hermenn skutu fíl með tannpínu

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Fíllinn tók peningana mína og lét mig hafa þá aftur, hann tók af mér hattinn, opnaði fyrir mig dyr og kom svo kurteislega fram að ég vildi óska að ég hefði hann fyrir þjón.“ Þannig lýsti Byron lávarður kynnum sínum af fílnum Chunee í London 1813.

 

Þessi sviðsvani karlfíll var aðalstjarna í fjölleikahúsi og yfirveguð og vinaleg framkoma hans ásamt greindarlegu atferli, varð þess valdandi að hann varð uppáhald allra áhorfenda.

 

En þetta átti eftir að breytast. Á venjulegum sunnudagsgöngutúr meðfram ánni Thames, trylltist fíllinn skyndilega og varð einum gæslumanna sinna að bana.

 

Næstu daga varð hann æ óútreiknanlegri og ofbeldishneigðari, mögulega vegna tannpínu í annarri skögultönninni og e.t.v. líka árlegs hormónaflæðis á fengitíð.

 

Forsvarsmenn sirkussins óttuðust að Chunee myndi brjótast út úr búrinu og komust að þeirri niðurstöðu af of hættulegt væri að halda honum.

 

Fyrst reyndi einn gæslumannanna að gefa honum eitrað fóður, en fíllinn leit ekki við mat. Á endanum voru hermenn kallaðir til og látnir skjóta hann með framhlaðningum.

 

En þykkhúðungurinn féll ekki auðveldlega. Chunee var enn á lífi eftir 152 skot. Það var ekki fyrr en gæslumanni tókst að bora sverði inn í skrokkinn, sem Chunee féll dauður niður í blóðpollinn.

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is