Heyrnarpróf til varnar vöggudauða

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Læknisfræði

Vöggudauði er algengasta dánarorsök kornabarna. Ýmsar kenningar hafa verið settar fram um orsakir þessa fyrirbrigðis, en ástæðan er þó enn óþekkt.

Nú stinga vísindamenn við Barnaspítalann í Seattle, upp á þeim möguleika að ákveðin heyrnarsköddun valdi vöggudauða. Reynist þetta rétt má finna þau börn sem eru í áhættuhópnum með heyrnarprófi sem nú þegar er gert á ungabörnum.

 

Vísindamennirnir báru saman heyrnarpróf 32 barna sem síðan höfðu dáið vöggudauða og heyrnarpróf barna sem náð höfðu eins árs aldri. Í ljós kom að börn sem dóu vöggudauða höfðu marktækt lélegri heyrn á hægra eyra. Við vöggudauða hættir andardráttur skyndilega meðan barnið sefur. Og ein þeirra heilastöðva sem á þátt í stjórnun andardráttarins, liggur einmitt upp að innra eyranu.

 

Vísindamennirnir telja að hár blóðþrýstingur í legkökunni við fæðingu geti einnig valdið háum blóðþrýstingi í barninu. Samkvæmt kenningunni verður blóðþrýstingurinn afar hár í innra eyranu, sem er umlukið beinum. Afleiðingin verður sú að æðar springa, m.a. inni í heilastöðinni „medulla oblongata“. Þar með glatar heilinn að hluta getu sinni til að hafa stjórn á andardrætti, þegar súrefnis- og koltvísýringsinnihald blóðsins fer úr jafnvægi.

 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is