Tækni

Hið sannkallaða afreksvélmenni

Hæfasta vitvél sögunnar í mannslíki á að starfa á hamfarasvæðum þar sem mönnum er ekki óhætt.

BIRT: 24/10/2023

Björgunarvélmennið Atlas vakti bæði athygli og furðu, en var dálítið klunnalegt, þegar Boston Dynamics kynnti það til sögu fyrir nokkrum árum. Nú er allt aðra sögu að segja.

 

Atlas má vel kalla vélmenni, en ekki bara vitvél eða róbot. Sköpulagið er sótt í mannslíkamann bæði í útliti og hreyfingum.

 

Erfiðast er að gæða slík vélmenni hæfni mannsins til að átta sig á umhverfinu og halda jafnvæginu, en til þess þarf örsnöggar hreyfingar um leið og aðstæður breytast og hindrun birtist.

 

Nú getur Atlas ekki bara þetta allt.

 

Hann hleypur hiklaust milli stigapalla og getur m.a.s. farið heljarstökk. Enn mikilvægara er þó að ef hann dettur kylliflatur, kemur hann sér á fætur sjálfur.

Þessum framförum hafa menn náð með því að bæta skynjarana, sem Atlas notar til sjónar og fjarlægðarmælinga.

 

Samhæfingin hefur líka tekið stórstígum framförum og hreyfingar arma, fóta og búks vinna nú nákvæmlega saman.

 

Atlas er líka orðinn sterkari. Hann getur lyft 11 kílóum. Það dugar ekki til að bera fólk út úr brennandi húsi, en vélmennið nálgast engu að síður óðfluga það markmið að ná inntökuprófi í björgunarsveit.

 

Endurnýjun á 5 árum

  • Atlas hefur lést um helming og þar ekki lengur leiðslur.

 

  • Léttari: Vélmennið hefur lést úr 150 í 75 kg með þrívíddarprentun í stað forsmíðaðra hluta. Straumgjöf er auðveldari og styrkari.

 

  • Betra jafnvægi: Hæfnin til að átta sig á umhverfi og samhæfing hreyfinga er stórbætt með þrívíddarsjón, skynjurum og miðstýrðu stjórnkerfi.

 

  • Meira frelsi: Fyrsta útgáfan fékk straum og skipanir um kapal frá stjórnstöð. Nú er Atlas þráðlaus og með innbyggðar rafhlöður.

 

  • Útlit: Áður var þetta frumgerð og ekki mikið lagt upp úr útliti. Nýi Atlas er straumlínulaga og sterklegur.

 

HÖFUNDUR: Ritstjórn

© Boston Dynamics

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Alheimurinn

Nú eru tungl Satúrnusar 146

Maðurinn

Er fólk með stórt höfuð greindara en aðrir?

Maðurinn

Mannfólkið hefur kysst í 4.500 ár

Náttúran

Risavaxin sjávarskrímsli vakin til lífs slá öll met. 

Alheimurinn

Getum við lent á Plútó?

Lifandi Saga

Var hesturinn í Tróju til í raun og veru? 

Lifandi Saga

Frá rakara til forseta: Hvernig Trump-ættarveldið sigraði Ameríku

Náttúran

Hvernig virkar reiðin?

Lifandi Saga

1942 – Upphafið að endalokunum: Orrustan um Midway á að gjöreyða flota BNA

Maðurinn

Af hverju klæjar mann í sár?

Maðurinn

Hvernig losna ég við svitalyktina?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is