Lifandi Saga

Hinn frjálslyndi heimur múslima

Fram á 19. öld var frjálslyndi í kynferðismálum svo mikið í ríkjum múslima að hreintrúaðir Evrópumenn sögðu Múhameðstrú vera himnaríki pervertanna. En svo varð kynlífið hluti af trúarbragðastríðinu.

BIRT: 26/12/2023

Breski ævintýramaðurinn Thomas Shirley var tekinn til fanga 1603 og færður til höfuðborgar Ottómanveldisins, Konstantínópel. Þar ætlaði hann ekki að trúa sínum eigin augum, þegar hann varð vitni að kynhegðun Tyrkjanna.

 

„Kynvillingar athafna sig opinberlega og hömlulaust. Heiðarlegur, kristinn maður myndi skammast sín fyrir að haga sér gagnvart eiginkonu sinni eins og þeir gera með hórdrengjum sínum,“ skrifaði hann sárhneykslaður.

 

250 árum síðar gaf samlandi hans, Sir Richard Francis Burton, ámóta vitnisburð í könnunarferð um Norður-Afríku.

 

„Í hinni fornu Máritaníu, nú Marokkó, eru Márar vel þekktir fyrir kynvillu. Múslimar, jafnvel á helgum stöðum, leyfa sér að halda við unga drengi,“ sagði Burton.

 

Það var ekkert skrýtið að þessir tveir herramenn skyldu hneykslast. Heima í Englandi hafði samkynhneigð, sem á þessum tíma var almennt nefnd „sódómía“ eða kynvilla og samfarir í endaþarm, öldum saman leitt til dauðarefsingar. Dauðarefsing við kynhegðun af þessu tagi var útbreidd í allri Evrópu.

Framandleg ævintýri og frjálslegar myndir nutu öldum saman mikilla vinsælda í löndum múslima. Þetta tyrkneska málverk er frá 18. öld

En þegar fyrstu Evrópumönnunum var hleypt inn í múslimaheiminn í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku, mætti þeim ótrúlegt frjálslyndi í kynferðismálum. Múslimskir rithöfundar höfðu öldum saman samið ljóð og ævintýri, svo stútfull af erótík að enn í dag gæti mörgu fólki þótt nóg um.

 

Evrópumönnum varð það ákveðið áfall að sjá þetta múslimska frjálslyndi. En frjálslyndið kom reyndar líka að góðum notum til að útskýra hvers vegna hinir múslimsku erkióvinir væru dæmdir til að tapa baráttunni við kristna Evrópumenn sem stæðu þeim svo miklu framar í allri siðprýði.

 

Harkalegt bann í upphafi

Undir stjórn ýmissa valdhafa breyttist afstaðan til samkynhneigðar sem verið hafði refsiverð en varð smám saman umborin og síðar jafnvel gert hátt undir höfði. Samkvæmt Hadit, safni rita um orð og athafnir Múhameðs á 7. öld, átti að grýta samkynhneigða, ekki ósvipað fyrirmælunum í 20. kafla 3. Mósebókar í Biblíunni, um líflátsrefsingu.

 

Margir eftirmenn spámannsins dæmdu vissulega harkalega. Fyrsti kalífinn eftir dauða Múhameðs 632, Abu Bakr sem verið hafði vinur spámannsins, lét t.d. taka samkynhneigðan mann af lífi með því að fella á hann steinvegg. Tengdasonur Múhameðs, kalífinn Ali, hafði svipaða afstöðu og lét kasta manni út úr bænaturni.

 

En þótt flestir lögmálsskólar fordæmdu samkynhneigð, voru það ekki allir sem litu hana jafn alvarlegum augum, reyndar þvert á móti.

 

Í Abbasídíska kalífadæminu sem náði yfir hluta af Norður-Afríku, Persíu og Mið-Austurlöndum frá því um 750 til 1258, flykktust lærðir menn og rithöfundar til höfuðborgarinnar Bagdad, þar sem listrænt frelsi ríkti.

„Njóttu sýnarinnar hömlulaust! Þú sérð glæsilega rassa og vel skapaðan búk.“

Skáldið Abu Nuwas um unga menn í baðhúsi.

Eitt frægasta skáld þessa kalífadæmis var Abu Nuwas sem í kvæðum sínum á seinni hluta 8. aldar dró enga dul á ást sína á einkum mjög ungum karlmönnum.

 

Í ljóði um nakta karlmenn í „hamam“, opinberu baðhúsi, segir:

 

„Njóttu sýnarinnar hömlulaust! Þú sérð glæsilega rassa og vel skapaðan búk.“

 

Og hann segir líka, augljóslega himinlifandi:

 

„Ó, hvílík lystisemd sem baðhúsið er! Jafnvel þegar handklæðaburðarmennirnir koma inn og draga dálítið úr ánægjunni.“

 

En arabískir höfundar fjölluðu ekki aðeins um samkynja-erótík.

Abu Nuwas fór aftur og aftur í fangelsi vegna erótískra ljóða og mikillar drykkju.

Abu Nuwas hreifst af ungum körlum

Á 9. öld hyllti skáldið Abu Nuwas gleðina af því að drekka vín og elska unga menn. Erótísk samkynhneigðarljóð hans hrifu múslima, kynslóð fram af kynslóð.

 

Skáldið Abu Nuwas fæddist um 762 í Abbasidíska kalífadæminu. Þegar hann var 10 ára féll faðir hans í stríði og eftir það sendi móðirin hann í Kóranskóla í Basra. Þar hreifst skáldið Walibah ibn-Hubab af fegurð drengsins og útgeislun. Skáldið tók Nuwas í læri.

 

Framlag Abus Nuwas til arabísks skáldskapar er ómetanlegt. Sögur hans má t.d. lesa í Þúsund og einni nótt og erótíska yfirlitsritinu Alfræði nautnanna sem sækir mikið til forn-grískrar heimspeki og læknavísinda.

 

Þessi ungi og myndarlegi maður var þó vandur að elskhugum. Þeir þurftu að vera menntaðir, örlátir, arabískir og gjarnan skáld sjálfir. Þegar Nuwas varð eldri var honum boðið til Bagdad, þar sem hann varð hirðskáld soldánsins Haruns al-Rashid.

 

En Abu Nuwas var drykkfelldur og lenti iðulega í fangelsi fyrir virðingarleysi sitt gagnvart trúnni – en honum tókst jafnan að víkja sér undan reiði soldánsins með því að flytja honum gott kvæði. Hann endaði þó ævina í fangelsi árið 814, um 52 ára gamall.

Hispurslausar lesbíur

Konur sem iðkuðu kynlíf saman voru vinsælt umræðuefni gáfumannasamfélagsins. Um miðja 9. öld skrifaði húmoristinn og háskólamaðurinn Abu l-´Anbas bókina „Um lesbíska og óvirka sódómista,“ þar sem hann lét persónurnar rökræða kynlíf alveg umbúðalaust.

 

Í ljóði útskýra t.d. tvær lesbíur kostina við kynhneigð sína:

 

„Þetta vekur meiri unað en fæst þegar limi er troðið inn. Okkur er heldur ekki refsað eins og fyrir að drýgja hór.“

 

Bók Abus l-´Anbas er nú glötuð, tilvist hennar þekkt vegna þess að vitnað er hana í „Alfræði nautnanna“ frá 9. öld. Í því yfirlitsverki er líka frásögn af gríska lækninum Galen sem uppi var á 3. öld e.Kr.

 

Samkvæmt frásögninni var dóttir Galens lesbía og eftir ýtarlegar rannsóknir komst hann að þeirri niðurstöðu að þessi kynhneigð stafaði af „kláða milli ytri og innri skapabarmanna en úr honum mætti draga með því að nudda skapabörmunum að skapabörmum annarrar konu.“

Þegar á 9. öld veltu múslimskir höfundar fyrir sér samböndum lesbía. Málverkið er frá því um 1850.

Í alfræðiritinu er líka sagan af fyrsta, þekkta lesbíska parinu meðal araba, al Zarqa sem var múslimi og Hind bint al-Numan sem var kristin. Þær áttu að hafa verið par á 7. öld.

 

En það var ekki aðeins í ritverkum menntamanna sem erótíkin ólgaði. Hið sama gilti um eitt þekktasta bókmenntaverk arabaheimsins.

 

Þúsund og ein nótt

Á 9. öld var til í Bagdad safn ævintýra sem bar heitið Þúsund nætur og hélt áfram að þróast á næstu öldum. Þetta ritverk varð með tímanum að Þúsund og einni nótt sem á Vesturlöndum er best þekkt fyrir ævintýri Aladíns, Sindbaðs og Alí Baba.

 

En margar hinna upphaflegu sagna eru síður en svo við hæfi barna. Í einu ævintýrinu segir um konu sem er aðalsöguhetjan: „Hún lagðist á bakið, færði lærin sundur og sagði: Sameinist mér og fullnægið losta mínum.“

„Mig er hægt að taka bæði framan og aftan frá.“

Kona við samkynhneigðan karl í ævintýri í 1001 nótt.

Í öðru ævintýri reynir kona að snúa samkynhneigðum karlmanni með því að benda honum á að samkvæmt Kóraninum ætti hann að beina áhuga sínum að hinu kyninu. Síðan bætir hún glettnislega við:

 

„Mig er hægt að taka bæði framan og aftan frá.“

 

Þessar erótísku frásagnir voru ekki bundnar við yfirstéttina, heldur sögðu sögufróðir menn þær líka á almennum kaffihúsum eða á mörkuðum. Hin arabíska erótík var þannig ekki aðeins skráð á pappír og orðrómur um kynsvall samkynhneigðra, einkum meðal yfirstéttarinnar, vakti stundum athygli meðal kristinna Evrópubúa.

 

Árið 962 lýsti þýska nunnan Hrotsvita múslimska kalífanum Abd al-Rahman 3. af Cordóvu á Spáni sem þá var látinn og mönnum hans sem „gjálífum kynvillusyndurum“ sem væru „óhreinir af völdum holdlegra girnda.“

 

Eftirmaður þessa kalífa, al-Hakam 2. (961-976) var talinn hrífast svo mjög af ungum körlum að Subh, kona hans, þurfti að klæðast sem karlmaður og gegna karlmannsnafninu Djafar.

Þessi mynd var máluð í Tyrklandi á 19. öld og notuð sem myndskreyting við erótískt ljóð persnesks höfundar frá 1197.

Í Austurlöndum nær héldu menn heldur ekki aftur af sér. Á 15. öld var Ottómanaveldið orðið öflugasta múslimaríkið og þar var algengt að valdamenn stunduðu kynlíf með ungum karlmönnum og það þótti ekkert óeðlilegt.

 

Hlutverkin skiptu höfuðmáli. Að vera sá sem sarð annan taldist karlmannlegt og tákn um styrk. Sá virki var oftast eldri og sá óvirki ungur. Í ljóðum þessa tíma er víða að finna vísanir í ástir samkynhneigðra.

 

En það átti eftir að breytast.

 

Kynlífsnautnin varð synd

Allt til loka miðalda var í múslimaheiminum almennt litið á kynlíf sem eðlilega athöfn sem fólk ætti að njóta. Í hinni kristnu Evrópu var viðhorfið þveröfugt. Strax á 4. öld var guðfræðingurinn Hieronymus harðorður um holdlegar nautnir:

 

„Karlmaður á að hafa stjórn á ástríðum sínum og ekki steypa sér fyrirhyggjulaus í holdlegt samræði“.

 

Kirkjufaðirinn Ágústínus hafði sömu afstöðu á 5. öld og sló því föstu að samræði væri einungis leyfilegt innan hjónabands og þá því aðeins að tilgangurinn væri að eignast barn.

 

Sannkristið fólk átti að hans áliti ekki að hafa nautn af kynlífinu og sjálfsfróun, munnmök eða endaþarmsmök voru synd. Sýn Ágústínusar varð ráðandi í Vestur-Evrópu, þar sem samkynhneigð var refsiverð næstu 1.500 árin eða svo.

Í Biblíunni segir frá því að Guð hafi eytt Sódómu og Gómorru vegna óguðlegrar hegðunar íbúanna.

Sódómubúar guldu syndanna

Gyðingar, kristnir og múslimar hafa langa hefð fyrir fordæmingu sinni á samkynhneigð sem gjarnan er réttlætt með sögunni um Lot.

 

Hin þrjú stóru eingyðistrúarbrögð fordæma öll samkynhneigð og vísa til sagna gamla testamentisins um Sódómu og Gómorru.

 

Þessar borgir virðast hafa verið nálægt Dauðahafinu og í Sódómu bjó Lot með fjölskyldu sinni. Þegar Guð sendi engla sína til borgarinnar bauð Lot þeim inn.

 

Karlmenn borgarinnar slógu hring um húsið og heimtuðu gestina „út til vor að vér megum kenna þeirra“. Lot bauð þeim dætur sínar í staðinn en englarnir drógu hann aftur inn í húsið og slógu mennina blindu til að þeir fyndu ekki dyrnar. Morguninn eftir sögðu englarnir Lot að flýja með fjölskylduna og líta ekki aftur. Kona hans gat þó ekki stillt sig og varð að saltstólpa.

 

Í Kóraninum segir að fyrir flóttann hafi Lot hrópað til karlmannanna: „Fremjið þið óhæfuverk sem enginn hefur áður framið? Sannarlega hafið þið girnd til karla í stað kvenna.“

 

Sumir fræðimenn telja reyndar að fordæming Lots eigi fremur við hömlulausan losta en samkynhneigð eina og sér. En samkvæmt „Hadith“, síðari frásögnum af orðum og gerðum Múhameðs skulu samkynhneigðir grýttir í hel.

Þegar Evrópumenn fóru í kynnisferðir til Ottómanaveldisins á 18. og 19. öld vakti það gríðarlega hneykslun þeirra að sjá karlmenn og unga pilta í meira eða minna augljósu kynferðissambandi.

 

Öldum saman höfðu Evrópumenn úthrópað múslima sem ofbeldishneigða, dýrslega og kynferðislega brenglaða og nú þóttust þeir hafa fengið sönnun þess að hafa rétt fyrir sér.

 

Það var með blöndu af hrifningu og fyrirlitningu sem evrópskir höfundar lýstu kvennabúrum múslima, samskiptum karlmanna og geldingum að ekki væri minnst á fjölkvæni og samkynhneigð. Ekki voru allar frásagnirnar sannar en þær byggðu traustan grunn undir hugmyndir Evrópumanna um siðferðilega yfirburði.

 

Stríð gegn vestrænum gildum

Afstaða Vesturlandabúa til samkynhneigðar tók að ná fótfestu í múslimaheiminum á 19. öld. Skriftlærður Egypti, Rifaa Rafi al-Tahtawi ferðaðist til Parísar 1826 og tók sérstaklega eftir því hvernig þar var litið á samkynhneigð sem alvarlegan siðferðisglæp. Niðurstaða hans varð sú að þessi afstaða væri hin rétta.

 

Og þegar evrópsku stórveldin lögðu undir sig lönd í Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum á 19. og 20. öld voru athafnir samkynhneigðra með því fyrsta sem þeir bönnuðu. Þegar þessi lönd öðluðust svo sjálfstæði á nýjan leik var sjaldgæft að refsingastefnu Evrópumanna væri breytt.

 

Nú var samkynhneigð álitin tálma framförum og því skyldi halda henni í skefjum. Með auknum ítökum hreintrúarstefnunnar eftir byltinguna í Íran 1979 styrktist fjandskapurinn við samkynhneigð enn frekar. Ástæðan var ekki síst sú að Vesturlandabúar voru nú teknir að stefna í átt að auknu frjálslyndi í þeim efnum.

 

Þegar hér var komið sögu taldist framsækið að berjast fyrir réttindum samkynhneigðra. Meðal múslima var kannski einmitt þess vegna tekið að líta á samkynhneigð sem árás á ósvikna múslimska menningu.

 

Árið 2001 fyrirskipaði menningarráðherra Egyptalands að brenna skyldi 6.000 eintök af hinu 1.200 ára gamla ljóðasafni Abus Nuwas þar sem m.a. samkynhneigð erótík er vegsömuð og árið 2007 lýsti forseti Írans, Ahmadinejad, því yfir með miklu stolti að í Íran væri enginn samkynheigður.

Bækur um þetta efni:

  • Murray & W. Roscoe: Islamic Homosexualities, New York University Press, 1997

 

  • B. Whitaker & A. Wilson: Unspeakable Love, University of California Press, 2006

HÖFUNDUR: POUL SIERSBÆK

© Christie’s Images/Bridgeman Images. © Art Collection 2/Imageselect. © Kahlil Gibran/Public domain via Wikimedia Commons. © Fototeca Gilardi/Bridgeman Images. © Tyne & Wear Archives & Museums/Bridgeman Images.

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Saga

Af hverju ráða Bandaríkin yfir Guantanamo?

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

NÝJASTA NÝTT

Náttúran

Óvænt uppgötvun á 130 ára gömlum tasmaníuúlfi

Tækni

Ormar spinna þræði sex sinnum sterkari en skothelt kevlarefni

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Náttúran

Óvænt uppgötvun á 130 ára gömlum tasmaníuúlfi

Tækni

Ormar spinna þræði sex sinnum sterkari en skothelt kevlarefni

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

Maðurinn

Með skönnun má spá fyrir um þunglyndi

Maðurinn

Með skönnun má spá fyrir um þunglyndi

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Vinsælast

1

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

2

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

3

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

4

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

5

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

6

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

1

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

2

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

3

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

4

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

5

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

6

Náttúran

Óvænt uppgötvun á 130 ára gömlum tasmaníuúlfi

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Heilsa

Þess vegna er gott að gráta

Tækni

Brennandi gas gaf vélinni ofurkrafta

Maðurinn

Þessi tvö efni geta átt þátt í að lækka líffræðilegan aldur okkar

Lifandi Saga

Hin dularfulla María Magdalena var nákomin frelsaranum

Menning og saga

Múmía hræddi líftóruna úr vörðum

Náttúran

Topp 5: Hvaða könguló er stærst?

Náttúran

Tuttugu arma sædýr fannst við suðurskautið

Maðurinn

Styrktu alla þrjá þætti greindarinnar

Óvænt uppgötvun á 130 ára gömlum tasmaníuúlfi

Hann hefur staðið í stofuhita á safni í meira en 100 ár og varðveitt leyndarmál sem fyrst nú hefur verið afhjúpað.

Náttúran

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is