Það er einkum meðal spendýra sem karldýr eru stærri en kvendýr. Mesta stærðarmun kynjanna er að finna hjá sæfílum. Tarfarnir geta orðið allt að 4 tonn en kýrnar eru ekki nema um 500 kg. Það gerist líka alloft að kýrin kremjist til bana við kynmök. Líkast til hafa tarfarnir þróast í þessa stærð vegna þess að þeir þurfa sannarlega á sem mestum styrk að halda í blóðugum átökum um mökunarréttinn.
Meðal hryggleysingja eru hlutföllin oft öfug og kvendýrin stærri. Kvenkönguló af hitabeltistegundinni nephila, getur orðið 1.000 sinnum stærri en karlinn. Og í ofanálag á karlinn á hættu að verða lítill en gómsætur munnbiti í munni kerlu sinnar ef hann er ekki nógu snöggur að koma sér burtu eftir mökun.
Allra mesti stærðarmunurinn er þó á kynjum sæormategundarinnar Bonellia viridis. Kvendýrin eru oft um einn metri að lengd 2-3 milljón sinnum þyngri en karldýrin sem ekki eru nema um 3 mm að lengd. Þessi munur er svo mikill að lengi héldu vísindamennirnir að karldýrin væru sníkjudýr sem lifðu á þessum sæormum.