Tækni
Hátíðnihljóð kallast þau hljóð sem eru á hærri tíðni en svo að mannseyrað greini þau – sem sagt yfir 20.000 rið.
Þegar öflug höggbylgja hátíðnihljóða er send gegnum mengaðan jarðveg sem blandaður hefur verið með vatni myndast örsmáar, lofttæmdar bólur. Þegar bólurnar falla saman hækkar bæði þrýstingur og hitastig um örskamma stund.
Þrýstingurinn fer upp í 1.000 loftþyngdir og hitastigið upp undir 4.000 gráður. Svo harkalegar aðstæður þola fæst efnasambönd. Hættuleg efni á borð við PCB og DDT brotna niður í óskaðleg efni. Á fáeinum mínútum má með þessari aðferð hreinsa 97% skaðlegra efna úr 500 kg af jarðvegi.