Jörðin

Hnattræn hlýnun veldur meiri ókyrrð í lofti

Það hefur borið á meiri ókyrrð í lofti á flugi yfir Atlantshafið á síðustu áratugum. Ný rannsókn sýnir að ástæðan er hin hnattræna hlýnun.

BIRT: 17/02/2024

Nú eru 55% meiri líkur á mikilli ókyrrð í lofti í flugferð yfir Atlantshafið en fyrir 40 árum.

 

Þetta sýnir ný skýrsla og vísindamennirnir sem unnu hana, segja hækkandi hitastig á hnettinum valda þessum auknu óþægindum farþega.

 

Ósýnileg ókyrrð geisar yfir Atlantshafi

Vísindamenn hjá Readingháskóla í Englandi hafa farið vandlega yfir veðurupplýsingar frá árunum 1979-2020 og komist að þeirri niðurstöðu að ókyrrð í skýru lofti hafi aukist í takt við hnattræna hlýnun.

 

Þessi sérstaka „ókyrrð í skýru lofti“ kallast svo einmitt vegna veðurskilyrða sem eru mannsauganu ósýnileg en valda skyndivindhviðum og svonefndum loftgötum.

 

Ókyrrð í skýru lofti ríkir nú á hverjum handahófsvöldum stað yfir Atlantshafi næstum 27,5 klukkutíma á ári að meðaltali. Það er 55% lengri tími en þeir 17,7 tímar sem giltu 1979, samkvæmt skýrslunni.

Kort rannsakenda um hvar hættan á loftóróa hefur aukist mest. Því meira sem kortið er rautt, því meiri hætta hefur aukist á mikilli ókyrrð.

Hlýnun jarðar gerir vindinn óstöðugan

Ókyrrð í skýru lofti verður þegar vindur breytir skyndilega um átt og hraða.

 

Og hnattræn hlýnun veldur því að vindar verða mun oftar óútreiknanlegir. Veðrahvolfið hefur hlýnað en heiðhvolfið hefur kólnað nálægt pólunum. Hitamunur þessara loftlaga veldur tíðari vindhviðum og flugferðin verður því ójafnari.

Nýja loftslagsofurhetjan: Átta fróðleiksmolar um Power to X

Svonefnd Power to X tækni er í hraðri þróun og vekur vonir um að unnt verði að geyma vind- og sólarorku þar til hana þarf að nota. Slík ofurhetjutækni gæti fólgið í sér lykilinn að því að losna loksins við koltvísýring, helsta loftslagsskúrkinn.

Nýja skýrslan sýnir líka að hættan á skyndilegri ókyrrð í skýru lofti hefur aukist mest yfir Atlantshafi og Bandaríkjunum – eða einmitt á fjölförnustu flugleiðunum.

 

Almennt gætir fyrirbrigðisins meira á norðurhveli en ástæðuna þekki vísindamennirnir ekki enn. Þeir telja sig hins vegar geta fullyrt að ókyrrð í skýru lofti muni verða enn algengari ef hitastig á hnettinum heldur áfram að hækka.

HÖFUNDUR: SØREN STEENSIG

© Mark C. Prosser et al. Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hvenær komu fyrstu gauksklukkurnar fram?

Náttúran

Af hverju verða hlutir rafmagnaðir?

Náttúran

Topp 5 – Hvaða sprengiefni er eldfimast?

Maðurinn

Hugtökin vinstri og hægri stríða gegn eðli okkar

Náttúran

Geta dýr einnig orðið ástfangin?

Lifandi Saga

Mahatma Gandhi – Frelsishetja Indlands

Lifandi Saga

Pestin lagði Rómarríki í gröfina

Tækni

Tilviljanir skópu helstu sigra vísindamanna

Maðurinn

Af hverju klæjar mig undan ull?

Heilsa

Er ekki hægt að fá krabbamein í hjartað?

Náttúran

Taumhald á gróðureldum: Skógareldar

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.