Hnífmorð rataði í kennslubækur

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Nótt eina vorið 1964 verður 28 ára kona, Kitty Genovese, fyrir árás utan við íbúð sína í Queens í New York. Maður ræðst að henni með hníf og ærð af örvæntingu hrópar konan á hjálp. „Ó Guð! Hann stakk mig! Hjálpið mér!“

 

Í mörgum gluggum kvikna ljós og maður heyrist kalla: „Láttu stelpuna í friði.“

 

Árásarmaðurinn leggur fyrst á flótta, en snýr aftur fáeinum mínútum síðar og stingur særða konuna aftur, þar sem hún reynir að staulast upp að dyrunum. Hún reynir að verja sig. Hann gefst upp, en kemur enn skömmu síðar og stingur hana í þriðja sinn. Nú deyr konan.

 

Samtals hefur atburðarásin tekið um hálftíma og 38 manns hafa séð eða heyrt atganginn. Enginn hefur þó hringt á lögreglu. „Ég vil ekki blandast í neitt,“ segja mörg þessara vitna.

 

Á grundvelli þessa morðmáls gera atferlissálfræðingarnir John Darley og Bibb Latané allmargar tilraunir.

 

Niðurstöðurnar sýna að því fleiri sem verða vitni að glæp eða slysi, því ólíklegra er að nokkur aðhafist.

Fyrirbrigðið kallast nú „áhorfendaáhrifin“ eða „Genoves-áhrifin“. Þeirra er getið í sálfræðinámsefni og skyldulesning í atferlissálfræði.

 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is