Þegar barnadauði var enn algengur, taldist það hraustleikamerki ef börn voru vel haldin, sem sagt helst akfeit. Lyfsalinn Edwin Grove nýtti sér þessa hugmynd þegar hann setti lyf sitt gegn malaríu á markað árið 1878: Grove‘s Chill Tonic. Auk kíníns voru sætuefni og sítrónusafi í drykknum og viðskiptavinir urðu strax yfir sig hrifnir. Drykkurinn bragðaðist betur en kínín, sem annars hafði verið helsta lyfið gegn malaríu.