Glæpir

Hryðjuverkamenn: Tilgangurinn helgar ætíð meðalið

Hryðjuverkamenn tengjum við oft við Baader-Meinhof hópinn („Rauðu herdeildina“) og írska lýðveldisherinn en sú hugmynd að fórna öðrum miskunnarlaust, svo og sjálfum sér, í þágu mikilvægs málstaðar er langtum eldri en sem svo. Rómverskir hermenn, konungbornir í Evrópu og meira að segja verðlaunahestar á verðlaunapallinum hafa öll fengið að kenna á hugmyndafræði hryðjuverkamanna.

BIRT: 29/01/2024

Leigumorðingjarnir gengu ávallt með rýting á sér

Þegar Rómverjar lögðu undir sig hið helga land gyðinga, Júdeu, fyrir rösklega 2.000 árum, varð fyrsti hryðjuverkahópur heims til en þeir nefndust „leigumorðingjarnir“ (lat.: sicarius).

Á fyrstu öld e.Kr. hernámu Rómverjar svæðið sem kallaðist Júdea, þar sem í dag er að finna Palestínu og Ísrael og breyttu svæðinu í rómverskt hérað.

 

Grimmd hernámsveldisins skóp jarðveg fyrir fyrstu hryðjuverkasamtök sögunnar, hina öfgafullu leigumorðingja. Hver sá sem starfaði með Rómverjum í Júdeu var réttdræpur í augum leigumorðingjanna en heitið „sicarius“ táknar einfaldlega „rýtingsmennirnir“ á latínu.

 

Hryðjuverkamenn þessir eða uppreisnarhreyfingin, allt eftir sjónarmiði, létu iðulega til skarar skríða á hátíðum þar sem mikill mannfjöldi hafði safnast saman á götum úti. Hryðjuverkamennirnir höfðu þá falið rýting undir kirtli sínum, látið sig hverfa inn í mannfjöldann og myrt fórnarlömb sín frammi fyrir öllum.

 

„Óttinn sem morðingjarnir ollu var verri en sjálfir glæpirnir. Hver einasti maður óttaðist dauðann hverja einustu stundu sem hann tók þátt í stríði“, ritaði sagnfræðingurinn Jósefus sem bæði var af gyðingum og Rómverjum kominn, um hryðjuverk leigumorðingjanna.

 

Árásir hinna svonefndu leigumorðingja bitnuðu stundum einnig á sárasaklausum óbreyttum borgurum. Jósefus kvað leigumorðingjana hafa myrt allt að 700 saklausar konur og börn í tengslum við hinar ýmsu hryðjuverkaaðgerðir.

 

Hnífstungur leigumorðingjanna héldu áfram allt til ársins 73 e.Kr. þegar Rómverjar að endingu náðu tökum á þeim.

Guy Fawkes hugðist myrða í nafni páfans

Kaþólski hryðjuverkamaðurinn Guy Fawkes hafði yfir að ráða 36 púðurtunnum þegar hann reyndi að sprengja í loft upp bæði enska konunginn og þinghúsið 5. nóvember árið 1605.

Þann 5. nóvember ár hvert eru kveikt bál víðs vegar í Englandi. Í logunum brenna dúkkur sem eiga að tákna alræmdasta hryðjuverkamann landsins, Guy Fawkes.

 

Guy Fawkes var einn af höfuðpaurunum í hinu svonefnda púðursamsæri árið 1605.

 

Markmið samsærisins var að sprengja í loft upp konunginn sem var mótmælendatrúar, svo og gjörvallt þinghúsið og ryðja þannig brautina fyrir kaþólskt ríki.

 

Hugmyndin var að sprengja 36 púðurtunnur sem kaþólsku hryðjuverkamennirnir höfðu komið fyrir í kjallaranum beint undir efri deild þinghússins í Westminster Palace.

 

Hlutverk Guys Fawkes fólst í því að bera eld að púðurtunnunum 5. nóvember 1605. Því miður, hans vegna, hafði breskum yfirvöldum borist ábending um að leita í Westminster Palace þennan sama morgun.

 

Í einu af kjallaraherbergjunum fundu hermenn konungs Fawkes og púðurtunnurnar sem höfðu verið faldar undir eldiviði og kolum. Guy Fawkes var tekinn höndum og pyntaður, auk þess sem hann var dæmdur til dauða fyrir landráð í janúar árið 1606.

 

Að aftökunni lokinni var lík hans dregið um göturnar í London, öðrum hugsanlegum hryðjuverkamönnum til aðvörunar sem hygðust rísa gegn kónginum.

Írskir hryðjuverkamenn kveiktu í London

Á níunda áratugnum stóð írska sjálfstæðishreyfingin, Irish Republican Brotherhood (IRB) á bak við 18 sprengjutilræði.

MÁ SKOÐA ÞENNAN TEXTA 

 

Árið 1845 varð Írland fyrir barðinu á kartöflumyglu sem steypti landinu í hungursneyð sem kostaði eina milljón mannslífa árið 1850.

 

Upp úr ringulreiðinni spratt írska byltingarhreyfingin The Irish Republican Brotherhood (IRB) – einnig þekkt sem Fenians.

 

Allt fram eftir 1860 reyndi IRB að ráða írska hermenn úr röðum Englendinga og safna saman í vopnaða baráttu gegn yfirráðum Breta.

 

Söguþráðurinn misheppnaðist þegar breskir njósnarar komust að verkinu og á níunda áratugnum hætti IRB vopnaðri baráttu í þágu röð sprengjuárása – svokallaðrar dýnamítherferðar.

 

Á árunum 1881 til 1885 stóð IRB á bak við alls 18 hryðjuverkasprengjuárásir í London og Glasgow. Um 80 manns særðust í hryðjuverkaárásunum og þrír létu lífið.

 

Árið 1916, á meðan Bretland var upptekið af fyrri heimsstyrjöldinni, hóf IRB páskauppreisnina í Dublin sem leiddi til írska sjálfstæðisstríðsins.

 

Eftir frelsisstríðið var IRB sameinað með Írska lýðveldishernum (IRA), sem barðist fyrir sameiningu við Írland alla 20. öldina með vopnaðri baráttu og hryðjuverkaárásum.

Stjórnleysingjar myrtu einvalalið valdastéttarinnar

Hryðjuverkamenn myrtu bandaríska forsetann William McKinley árið 1901 þegar hann var í heimsókn í bænum Buffalo.

Alexander 2., Rússakeisari, lést af völdum sprengju 13. mars árið 1881, örfáum kílómetrum frá Vetrarhöllinni.

 

Tilræðismaðurinn, Rússi að nafni Ignacy Hryniewiecki, var meðlimur í uppreisnarhreyfingunni „Vilji þjóðarinnar“ (Narodnaja Volja).

 

Tilræðið gegn Alexander 2. markaði upphafið að bylgju áþekkra tilræða gegn valdamönnum í Evrópu og Bandaríkjunum af hendi stjórnleysingja sem höfðu það að markmiði að leysa upp ríkisvaldið.

 

Árið 1894 stóð uppreisnarhreyfingin fyrir alls tíu sprengjuárásum í Frakklandi einu saman og það sama ár myrti anarkisti franska forsetann, Sadi Carnot, þar sem hann var á leiðinni í leikhús í Lyon.

 

„Áhangendur uppreisnarhreyfingarinnar eru ekki einvörðungu óvinir samfélagsins og allra framfara, heldur einnig svarnir fjandmenn frelsisins“, þrumaði Bandaríkjaforsetinn Theodore Roosevelt í ræðu sem hann hélt í september árið 1901.

 

Tveimur dögum áður hafði fyrirrennari hans, William McKinley, látið lífið fyrir hendi byssumannsins og anarkistans Leons Czolgosz á sýningu sem haldin var í borginni Buffalo.

Kvenréttindakona lét lífið fyrir kosningaréttinn

Kvenréttindakonan Emily Wilding Davison kastaði sér fyrir hest konungsins á veðreiðum árið 1913.

Í upphafi 20. aldar börðust herskáir kvenmótmælendur, hinar svonefndu „súffragettur“, fyrir kosningarétti í Bretlandi.

 

Ein alræmdasta kvenréttindakona landsins var Emily Wilding Davison. Henni var varpað í fangelsi alls níu sinnum, m.a. fyrir að kasta steini í átt að breskum ráðherrabíl árið 1909.

 

Það atvik sem færði henni hvað mesta frægð átti sér hins vegar stað 4. júní 1913 á Derby-kappreiðunum, rétt fyrir sunnan London.

 

Þegar hestur Georgs konungs 5. keppti á veðhlaupabrautinni stökk Davison ofan af áhorfendapöllunum og í veg fyrir hestinn. Ofurhuginn rotaðist eftir áreksturinn við hestinn og höfuðkúpubrotnaði en meiðslin drógu hana svo til dauða.

 

Ekki er vitað hvort konan hafi beinlínis hugsað sér að stöðva hestinn í mótmælaskyni eða hvort tilgangur hennar var einfaldlega að fórna lífi sínu fyrir málstaðinn og deyja píslarvættisdauða fyrir kvenréttindahreyfinguna.

 

Eitt er þó alveg víst og það er að barátta Emily Wilding Davison og kvenréttindakvennanna fyrir kosningarétti kvenna bar endanlega ávöxt í lok fyrri heimsstyrjaldar. Breska þingið samþykkti lög þann 6. febrúar 1918 sem færðu konum réttinn til að kjósa.

Sjakalinn var ógnvaldur um gjörvalla Evrópu

Í tvo áratugi var sjakalinn Carlos sá hryðjuverkamaður sem hvað flestir óttuðust. Hann myrti, stundaði mannrán og sprengdi sprengjur í nafni kommúnismans og honum hefði ekki getað verið meira sama um afdrif fórnarlamba sinna.

Sjakalinn Carlos heitir í raun réttri Ilich Ramírez Sánchez en hann ólst upp í Venesúela á árunum upp úr 1950, ásamt föður sem var ofstækisfullur kommúnisti.

 

Þessi stjórnmálalega hugmyndafræði erfðist til sonarins og árið 1970 gekk Carlos til liðs við marxísku hryðjuverkasamtökin „Alþýðufylkinguna fyrir frelsi Palestínu (PFLP)“.

 

Árið 1974 stóð Carlos fyrir sprengjuárás í París sem tveir fórust í en nafn hans átti þó fyrst eftir að komast á spjöld sögunnar ári síðar þegar farið var að líta á hann sem einn af hættulegustu hryðjuverkamönnum heims.

 

Sjakalinn fór fyrir hópi sex hryðjuverkamanna sem réðust inn í aðalstöðvar OPEC í Vínarborg 21. desember 1975, myrtu þrjá og tóku 60 manns í gíslingu.

 

Árin 1982 og 1983 styrkti hann stöðu sína sem eftirlýstasti hryðjuverkamaður heims þegar hann stóð fyrir nokkrum sprengjutilræðum í París og Marseille sem kostuðu ellefu manns lífið.

 

Hermenn skyndiárásarsveita handsömuðu Sjakalann í Súdan árið 1994 og hefur hann afplánað lífstíðardóm í fangelsi í Frakklandi allar götur síðan. Hryðjuverkamaðurinn er sagður hafa ein 1.500 morð á samviskunni.

Baader-Meinhof samtökin voru knúin af hatri

Þýski hryðjuverkahópurinn sem kenndi sig við Baader-Meinhof, var settur á laggirnar árið 1970 til að berjast gegn „vestrænni auðvaldsstefnu“.

Baader-Meinhof hryðjuverkahópurinn (öðru nafni „Rauða herdeildin“), átti rætur að rekja til 68-uppreisnarinnar og starfaði í samræmi við það yfirlýsta markmið að „brjóta á bak aftur fasistalögregluríkið Vestur-Þýskaland“ með sprengjuárásum og morðum.

 

Árið 1972 tókst lögreglunni að handsama nokkra af félögum samtakanna, m.a. leiðtogana Andreas Baader, Gudrun Ensslin og Ulrike Meinhof.

 

Utan fangelsismúranna stóðu samtökin fyrir ýmsum aðgerðum sem höfðu það markmið að þvinga yfirvöld til að láta þá handteknu lausa. Árið 1975 lögðu hryðjuverkamennirnir undir sig vesturþýska sendiráðið í Stokkhólmi en sænska lögreglan réðst til atlögu og gíslatakan mistókst.

 

Tveimur árum síðar, árið 1977, rændi Baader-Meinhof hópurinn formanni þýska vinnuveitendasambandsins, Hanns Martin Schleyer. Helmut Schmidt sem þá var kanslari, neitaði að verða við kröfum hryðjuverkamannanna. Hópurinn tók Schleyer af lífi og að því loknu frömdu bæði Baader og Ensslin sjálfsmorð í fangelsinu.

 

Baader-Meinhof hópurinn hélt áfram að sprengja og myrða en þann 20. apríl árið 1998 var öllu lokið. Hópurinn opinberaði endanleg kveðjuorð sín í fréttatilkynningu:

 

„Baader-Meinhof hópurinn, öðru nafni „Rauða herdeildin“, var stofnaður fyrir hartnær 28 árum, í maí árið 1970. Í dag lýkur þessu verkefni. Baader-Meinhof hópurinn hefur liðið undir lok“.

Særður storkur leysti ráðgátuna um ferðir farfugla

Íbúar Evrópu veltu því fyrir sér í þúsundir ára hvað yrði um fuglana á veturna. Sváfu þeir vetrarsvefni eða tóku þeir búsetu í öðrum líkama? Skýringin kom fljúgandi með storki árið 1822.

Lestu einnig:

Íslamisti hugðist knésetja Bandaríkjamenn

Alls 2.996 manns létu lífið 11. september 2001 þegar tveimur farþegaþotum sem rænt hafði verið, var flogið inn í hina svokölluðu Tvíburaturna í World Trade Center. Auðmannssonurinn Osama bin Laden frá Sádí Arabíu stóð fyrir þessari blóðugustu hryðjuverkaárás allra tíma.

Osama bin Laden lagði grunninn að al-Qaeda samtökunum árið 1988 með það að markmiði að vinna bug á óvinum íslams um gjörvallan heim. Í hans augum var erkióvinurinn auðvaldsríkið Bandaríkin.

 

Osama bin Laden og al-Qaeda samtökin stóðu fyrir mörgum hryðjuverkaárásum frá því skömmu fyrir aldamótin 2000 og var öllum aðgerðum þessum ætlað að eggja Bandaríkjamenn til að hefja stríðsrekstur gegn Mið-Austurlöndum.

 

Bin Laden var sannfærður um að stríð milli Bandaríkjanna og Mið-Austurlanda myndi rústa efnahag Bandaríkjanna og knésetja vestræna ofurveldið þegar fram liðu stundir.

 

Eftir hryðjuverkaárásina á Tvíburaturnana í World Trade Center hinn 11. september árið 2001 varð hryðjuverkamanninum að ósk sinni. Bandaríkjamenn réðust inn í Afganistan og Osama bin Laden og helstu samstarfsmenn hans fóru huldu höfði næsta áratuginn.

 

Hinn 2. maí 2011 dundi ógæfan yfir þegar bandarísku Navy SEALs sveitirnar réðust inn í athvarf hans í pakistanska bænum Abbottabad og skutu hann til bana.

 

„Réttlætinu hefur verið fullnægt“, mælti hinn sigurvissi Bandaríkjaforseti Barack Obama eftir aftökuna á bin-Laden.

 

Bandaríkjamenn höfðu loks náð fram hefndum eftir ákafa leit að manninum í heilan áratug.

Lesið meira

Walter Laqueur: A History of Terrorism, Routledge, 2001

HÖFUNDUR: ANDREAS EBBESEN JENSEN

© David Roberts / Wikimedia Commons. © Shutterstock. © Crispijn the Elder. © Trinity College Dublin. © Benjamin Andrews. © Daily Sketch. © Getty Images. © Rafinfo.de.

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Vinsælast

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

3

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

4

Jörðin

Jörðin eftir manninn

5

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

6

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

3

Jörðin

Jörðin eftir manninn

4

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

5

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

6

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Læknisfræði

Hvers vegna fáum við ofnæmi?

Maðurinn

Lamaður maður gengur fyrir eigin hugarafli

Lifandi Saga

Dans indíána orsakaði blóðbaðið við Wounded Knee

Heilsa

Rannsókn: Tæp skeiðfylli af þessari fitutegund daglega dregur úr hættu á heilabilun

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

Tækni

Vandamál sem gat orðið aðkallandi

Maðurinn

Efnaskiptin eru stöðug frá 20 til 60 ára aldurs

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Er sólarvörn yfirhöfuð nauðsynleg ef dvalið er í skugga mestallan daginn?

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.