Jörðin

Hvað er bláhol?

Í fríi í Egyptalandi var sagt að forðast að kafa í svokallaðri bláholu - ,,blue hole". Hvernig myndast þessar holur og hvers vegna er hættulegt að kafa í þær?

BIRT: 16/12/2024

Bláhol er hola eða „gat“ í kalkbotni á grunnsævi.

 

Þessar holur geta orðið allt að 100 metra djúpar og sjórinn getur iðulega tekið á sig mjög bláan lit, vegna þess að hér er dýpra en á grunnsævinu í kring.

 

Holurnar eru leifar frá ísöld þegar hér var þurrlendi, vegna þess hve stór hluti vatns á jörðinni var bundinn í jöklum. Holurnar mynduðust fyrir tilverknað regns sem á þúsundum ára leysti upp kalkið í berginu.

 

Þar sem regnvatn komst niður um sprungur, myndaði það smám saman holur og hella, rétt eins og þá dropasteinshella og aðra hella í kalkríku bergi sem við þekkjum nú. Þegar vatnið hafði grafið nógu mikið undan yfirborðinu féll það saman og myndaði jarðfall, sem nú er sem sagt bláhol í sjávarbotninum.

 

Neðansjávarhellar út frá bláholunum skapa ákveðna hættu. Köfurum getur þótt spennandi að leggja leið sína inn í þá, en hér er töluverð hætta á að villast, skadda köfunarbúnaðinn eða fyllast skelfingu.

 

Ákafi óreyndra áhugakafara á því að ná alla leið til botns, getur líka skapað hættu, því strax á 30-40 metra dýpi getur kafarinn fengið köfnunarefniseitrun. Hún lýsir sér svipað og áfengisvíma og er síður en svo heppileg í köfun.

 
 

HÖFUNDUR: Ritstjórn

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Viðamikil rannsókn: Oftar gripið fram í fyrir stjórnmálakonum en -mönnum

Heilsa

Vísindamenn að baki víðtækrar rannsóknar: Áhugaverðir kostir við vatnsdrykkju

Lifandi Saga

Fangar í útrýmingarbúðum fölsuðu peninga fyrir nasista

Alheimurinn

Júpíter: Risinn í sólkerfinu

Lifandi Saga

Guð bannaði hjónaskilnaði

Heilsa

Einelti skapar óhugnanleg ummerki í heila

Náttúran

Stutt samantekt: Þetta eru 5 verstu gastegundirnar

Maðurinn

Í fyrsta sinn: Plástur notaður til að lækna hjarta 46 ára konu

Heilsa

Eiturkönguló getur linað skaða eftir blóðtappa

Alheimurinn

Á manneskjan sér framtíð í geimnum?

Maðurinn

Húðliturinn ræðst af D-vítamíni

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is