Náttúran

Hvað er svartasta efnið sem til er?

BIRT: 04/11/2014

Hvorki svart né hvítt eru í rauninni litir í sömu merkingu og rautt, blátt, grænt og gult.

 

Ljós er í rauninni rafsegulbylgjur og þegar augað nemur ljósbylgju, túlkar það bylgjulengdina sem ákveðinn lit.

 

Þannig sjáum við rafsegulbylgjur með 700 nanómetra tíðni sem rauðan lit, en talsvert styttri bylgjulengd, 450 nanómetra, skynjum við sem blátt.

 

En berist auganu jöfn blanda allra bylgjulengda, túlkar það ljósið sem hvítt.

 

Þetta gildir um ljósið frá sólinni. En þegar sólarljósið berst okkur í gegnum regndropa getum við verið svo heppin að sjá hvíta ljósið klofna í marglitan regnboga.

 

Ástæða þess að okkur virðist einhver hlutur hafa ákveðinn lit, er sú að hann drekkur í sig aðrar bylgjulengdir ljóssins en þá sem augað túlkar sem þennan ákveðna lit.

 

Sú bylgjulengd sem berst til augans gerir það vegna þess að hluturinn endurkastar henni. Grænt laufblað drekkur sem sagt í sig allt ljós nema hið græna sem það endurvarpar. Ef við lýsum á blaðið með ljósi sem ekki ber í sér neinar grænleitar bylgjulengdir, virðist blaðið ekki lengur grænt.

 

Hvítum lit má sem sagt lýsa sem blöndu allra bylgjulengda ljóss. Svörtum lit má á hinn bóginn lýsa sem skorti á ljósi. Sá hlutur sem okkur virðist svartur, drekkur í sig allar bylgjulengdir ljóss og endurvarpar sem sagt engu ljósi.

 

Svartasti flötur sem um getur var gerður af vísindamönnum við Eðlisfræðistofnun Bretlands, skammt frá London, árið 2002.

 

Efnið, sem kallast NPL Super Black, var gert með því að tæra smásæjar holur í blöndu úr nikkel og fosfór. Yfirborðið drekkur í sig 99,7% alls ljóss sem á því skellur.

 

Slíkt yfirborð hefur hagnýtt gildi í sjóntækjum þar sem menn vilja forðast ljóstruflanir af völdum endurvarps, svo sem í þeim myndavélum sem notuð eru í geimskipum til að halda áttum. Að auki vænta vísindamennirnir þess að listamenn muni nýta sér þetta ofursvarta efni sem helst mætti líkja við svart flauel.

 
 

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Fjöldi daglegra salernisheimsókna getur haft afleiðingar fyrir heilsuna

Maðurinn

Genagalli gerir albínóa hvíta

Maðurinn

Hið fullkomna morð er dautt

Lifandi Saga

Teþorstinn knésetti stórveldi

Náttúran

Fræðimenn rýna í innsta eðli risaeðlanna 

Menning

Saga kaffisins: Hinir syfjuðu loksins bænheyrðir

Lifandi Saga

Hervegir tengdu keisaradæmið saman 

Lifandi Saga

Barsmíðar og sektir Rómverja sköpuðu ósigrandi hersveitir

Lifandi Saga

Leynivopn Rómverja: Virkið var flutt meðferðis

Alheimurinn

Hvað verður um gaspláneturnar?

Læknisfræði

Hver var fyrsti kvensjúkdómalæknirinn?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is