Hvað gerist ef skotið er af skammbyssu í geimnum?

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Það er ekki að ástæðulausu sem skotvopn eru bönnuð í geimnum. Ef geimfari hleypti af skammbyssu t.d. í ISS-geimstöðinni, yrðu afleiðingarnar allt aðrar en þær sem við þekkjum á jörðinni.

 

Sjálfur myndi geimfarinn kastast aftur á bak af miklum krafti og myndi að öllum líkindum skaddast alvarlega af árekstri sínum við vegg eða einhver þeirra fjölmörgu tækja sem eru um borð. Og hugsanlegt fórnarlamb hans myndi einnig þeytast aftur á bak. Afleiðingin yrði sem sagt tveir særðir eða jafnvel dauðir geimfarar sem svifu hjálparlausir um meðan blóðið úr þeim myndaði rauða, svífandi dropa. Skotið gæti líka gert gat á útvegg með þeim afleiðingum að allt loft sogaðist út og öll áhöfnin færist.

 

Ef geimfari í geimgöngu skyti úr skammbyssu yrðu áhrifin þau sömu og af lítilli eldflaug. Geimfarinn tæki að hreyfast í öfuga átt við kúluna.

 

Þessi aðferð var reyndar notuð í júní árið 1965 þegar Bandaríkjamaðurinn Edward White fór í geimgöngu frá geimfarinu Gemini 4. Hann hafði með sér litla þrýstibyssu, sem einfaldlega var gerð úr tveimur kútum með köfnunarefni undir miklum þrýstingi og litlum stút. Þegar hann opnaði stútinn, virkaði gasið líkt og fjölmargar örsmáar byssukúlur og með því að miða stútnum gat hann flutt sig í þá átt sem hann vildi.

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is