Allir vökvar gufa upp og hversu hratt það gerist ræðst af þrýstingi og hitastigi. Þegar hitastigið verður svo hátt að svonefndur gufuþrýstingur vökvans er jafn þrýstingi umhverfisins myndast loftbólur í vökvanum sem stíga upp til yfirborðs og yfirgefa vökvann. Vökvinn sýður þá.
Falli þrýstingur umhverfisins þurfa gasbólurnar ekki jafn mikinn þrýsting til að losna úr vökvanum.
Setji maður vatnsglas í loftþétt ílát við stofuhitastig og dælir lofti úr því tekur vatnið að sjóða þegar þrýstingurinn er nægilega lítill.
Það er einnig vegna loftþrýstings að lengri tíma tekur að sjóða egg uppi á háu fjalli. Loftþrýstingurinn fellur nefnilega þess hærra sem haldið er og því sýður vatnið í t.d. 3.000 metra hæð þegar við 99°C.