Hvað táknar slangan á merkjum apóteka?

Enn má sums staðar sjá slöngu í merkjum apóteka. Hvaðan kemur hún?

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Slangan er tákn gríska lækningaguðsins Asklepíosar og hefur verið tákn læknislistarinnar í meira en 2.500 ár. Þessi tiltekna slanga er af tegundinni Coluber longissimus, sem ekki er eitruð. Í augum Grikkja var slangan tákn heilbrigðis og eilífrar æsku og um leið tákn lækningarinnar. Asklepíos er svonefndur hálfguð, þar eð hann er sonur Apollós og jarðneskrar konu, Koronis. Ýmsar sögur eru af honum í grískri goðafræði. Apolló lét drepa Koronis í afbrýðisemikasti og Asklepíos var því alinn upp hjá kentárnum Cheiron. Hann eignaðist allmörg börn og tveggja er getið sem lækna í Illíonskviðu Hómers.

 

Í Grikklandi eru mörg musteri helguð Asklepíosi. Hið elsta og frægasta er í Epidauros á Pelopsskaga og annað á eyjunni Kos. Fólk lagði á sig langar ferðir til þessara mustera og þar sem það svaf í súlnagöngunum á guðinn að hafa opinberað því lækninguna í draumi. Hinir sjúku færðu Asklepíosi fórnir í musterunum, oft skúlptúra eða myndir af hinum sjúka líkamshluta. Gröf Asklepíosar er í Epidauros og sögu slöngunnar má rekja til þess að hann var sýndur styðjast við staf sem slangan vafði sig um.

 
 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is