Lifandi Saga

Hvað varð um „skriðdrekamanninn“ á Torgi hins himneska friðar? 

Þann 5. júní 1989 kemur heil hersing af kínverskum skriðdrekum á götur borgarinnar til að bæla niður mótmæli í Beijing. Vopnaður innkaupapoka stígur einn maður fram fyrir skriðdreka og ögrar þannig einum öflugasta her heims.

BIRT: 23/12/2023

Röð skriðdreka rúllar niður breiðgötu í Beijing þegar einsamall maður stígur fram og stillir sér upp fyrir framan fremsta bryndrekann. Skriðdrekinn stoppar fáeina metra frá manninum og í nokkrar sekúndur eru maðurinn og skriðdrekinn hreyfingarlausir á breiðgötunni. 

 

Fyrir aftan bætast fleiri skriðdrekar í röðina. Fremsti vagninn beygir til hægri til að keyra fram hjá manninum en hann tekur nokkur skref til hliðar og stillir sér aftur upp fyrir framan hann. 

MYNDBAND: Horfðu á “Skriðdrekamanninn” loka fyrir skriðdreka

Herinn drap óbreytta borgara

Þetta fer fram þann 5. júní 1989 og maðurinn fyrir framan skriðdrekann – síðar þekktur sem „skriðdrekamaðurinn“ – hafði stöðvað einn öflugasta her heims, þótt það hafi einungis varað í fáeinar mínútur. Myndir af þessum hugdjarfa Kínverja fóru sem eldur í sinu um heim allan og gerðu hann að tákni fyrir baráttu Kínverja fyrir auknu frelsi. 

 

Skriðdrekarnir sem maðurinn stöðvaði höfðu deginum áður brotið á bak aftur mikil mótmæli gegn kommúnistastjórninni í Kína. 

 

Í sjö vikur höfðu mótmælendur safnast saman á Torgi hins himneska friðar í Beijing til að krefjast pólitískra endurbóta, áður en herinn lagði til atlögu og skaut á almenna borgara. Mörg þúsund þeirra létu þar með lífið. 

MYNDBAND: Fjöldamorðin á Torgi hins himneska friðar

Örlög “skriðdrekamannsins” eru ráðgáta

Meira en þremur áratugum síðar er ekki enn vitað hver „skriðdrekamaðurinn“ var, né örlög hans. 

 

Samkvæmt sumum heimildum var maðurinn handtekinn og tekinn af lífi eftir mótmælin.

 

Blaðamaðurinn Jan Wong hefur þó rætt við heimildamenn innan ríkisstjórnarinnar og staðhæfir að yfirvöld í Kína viti ekki ennþá hver „skriðdrekamaðurinn“ er í raun og jafnframt að hann kunni enn að búa í Kína. Suður-kóreskir fjölmiðlar hafa hins vegar greint frá því að skriðdrekamaðurinn hafi síðar flúið til Taívan. 

 

Árið 2003 tjáði Jiang Zemin, aðalritari kommúnistaflokks Kína frá 1989 til 2002, sig um skriðdrekamanninn. Jiang Zemin hélt því fram að maðurinn hefði „aldrei verið handtekinn“ og bætti við: 

 

„Ég hef enga hugmynd um hvar hann er niðurkominn“. 

HÖFUNDUR: EMRAH SÜTCÜ

Jeff Widener/AP/Ritzau Scanpix

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Alheimurinn

Hvað verður um gaspláneturnar?

Læknisfræði

Hver var fyrsti kvensjúkdómalæknirinn?

Maðurinn

Af hverju þreytumst við í hita?

Menning og saga

Hvað varð um Nefertítí drottningu?

Alheimurinn

NASA uppgötvar dularfullan hlut sem er 27.000 sinnum stærri en jörðin – hreyfist á 1,6 milljón km/klst.

Maðurinn

Lyktin afhjúpar öll þín leyndarmál: Lyktin er hið nýja fingrafar

Tækni

Líkami þinn er orkuver

Jörðin

Myndast skýstrókar í Norður-Evrópu?

Lifandi Saga

Hver var fyrsti þekkti guðinn?

Lifandi Saga

Hvenær fórum við að kyssast?

Maðurinn

Hvers vegna verður maður þreyttur eftir að hafa borðað?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is