Hvað veldur dauðastjarfa?

Eftir dauðann stirðna allir vöðvar og verða stífir. Hvað veldur þessu?

BIRT: 11/05/2023

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Dauðastjarfinn birtist yfirleitt 3-4 tímum eftir dauðann, þegar orkuforði vöðvanna er uppurinn.

 

Vöðvarnir nota vissulega orku þegar þeir dragast saman en reyndar fer þó enn meiri orka í slökun. Samdráttur er ekki jafn orkufrekur.

 

Þegar öll orka er uppurin dragast vöðvarnir saman og stífna og það er þetta sem kallast dauðastjarfi eða „rigor mortis“.

 

Vöðvarnir slakna þó aftur eftir um þrjá sólarhringa, þegar vöðvarnir taka að brotna niður.

 

Vöðvar eru gerðir úr trefjum sem í eru tvö þráðlaga prótín, aktín og mýósín. Þessi prótín liggja samsíða og renna hvort meðfram hinu þegar vöðvarnir dragast saman eða slakna. Eftir dauðann, þegar orkubirgðirnar eru á þrotum, læsast þessi tvö prótín föst saman og vöðvinn stífnar.

Vöðvarnir stífna eftir dauðann

Yfirleitt sjá prótínin mýósín og aktín um að draga vöðvana saman og slaka á þeim. Eftir dauðann fá prótínin ekki lengur orku og vöðarnir missa slökunarhæfni sínar og læsast í vöðvasamdrætti.

 

Vöðvatrefjar dragast saman

Tvö prótín, mýósín og aktín annast vöðvasamdrátt. Mýósíntrefjar líma sig við aktíntrefjar.

 

Mýósín sér um áratogið

Mýósínþræðir toga þannig að prótíntrefjarnar færast hvor meðfram annarri og vöðvinn spennist. Þetta „áratog“ krefst ekki orku.

 

Prótínið sleppir og notar orku

Hins vegar þarf mýósínið orku þegar það sleppir takinu og býr sig undir nýtt „áratog“, sem sagt þegar vöðvinn slaknar.

 

Þegar maður eða skepna deyr nota vöðvarnir síðustu orku sína og stífna.

 

Dauður vöðvi læsist fastur

Þegar við deyjum fá vöðvarnir ekki lengur orku og læsast fastir í spenntri stöðu.

BIRT: 11/05/2023

HÖFUNDUR: Ritstjórn

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is