Það er alltaf skaðlegt að drekka mikið magn áfengis, en það er reyndar hægt að grípa til ákveðinna ráða til að draga úr þeirri vanlíðan sem í daglegu tali kallast timburmenn.
Það er t.d. góð þumalputtaregla að því dekkra sem brennt vín er á litinn, því verri verði timburmennirnir.
Þetta stafar af því að timburmönnum valda að hluta ákveðin efni sem myndast ýmist við gerjun eða geymslu og eru mörg dökk að lit.
Það má því hiklaust reikna með að dökkleitir drykkir svo sem viský eða koníak valdi heldur verri timburmönnum en sama magn af tærum drykkjum t.d. vodka eða gini.