Tiananmen-torg, Torg hins himneska friðar í Beijing er 440.000 fermetrar og þar með opinberlega stærsta torg í heimi. Flatarmálið getur eftir atvikum samsvarað um 50 fótboltavöllum. Ný torg í öðrum kínverskum borgum veita þó samkeppni. Í kínverskum borgum eru menn víða að endurreisa stórfenglegar stjórnarbyggingar, hallir og minnismerki. Tiananmen-torg á uppruna sinn um miðja 17. öld og saga þess er nátengd hliðinu að „Forboðnu borginni“, sem sagt keisarahöllinni. Hliðið sjálft kallast „Hlið hins himneska friðar“ og var reist á 15. öld.