Hvaðan kemur efni í neglurnar?

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Nöglin sjálf er gerð úr hornkenndu efni sem kallast keratín og er næstum gegnsætt prótín.

 

Ljósrauðleitur blær á nöglunum stafar af því að í gegnum þær sést niður í æðarnar undir þeim. Innst er naglrótin, sem teygir sig fáeina millimetra inn undir húðina og niður á við.

 

Naglrótin afmarkast af hvítri hálfmánalögun sem nefnist „lunula“. Frumurnar í naglrótinni framleiða og gefa frá sér kreatín sem að hluta streymir inn undir nöglina, sest á hana og gerir hana þykkari, en að hluta sest aftan á hana og ýtir henni fram þannig að hún lengist. Þannig vex nöglin þótt hún sé í rauninni gerð úr dauðu efni. Neglur vaxa að meðaltali 0,1 mm á dag.

 

Neglurnar gegna því hlutverki að vernda fingurgómana og fremsta hluta tánna, en jafnframt auka þær næmi hinna fjölmörgu tilfinningatauga í fingurgómunum.

 

Þegar við snertum eitthvað með fingurgómi, eykur nöglin örlítið á þrýstinginn á tilfinningataugarnar og kemur þeim þannig til að senda fleiri taugaboð til heilans.

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is