Hvar bíða SMS-boðin meðan slökkt er á símanum?

Þegar maður sendir SMS í síma sem slökkt er á, birtast boðin þegar kveikt er á símanum. Hvar eru boðin í millitíðinni?

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

SMS-boð eru ekki send beint til viðtakanda. Úr síma sendandans fara þau á netþjón hjá símafélaginu þar sem þau eru vistuð, oftast bara um skamma hríð, meðan verið er að leita uppi síma viðtakandans.

 

Síðan eru boðin send af netþjóninum til viðtakandans. Í langflestum tilvikum komast boðin áfram í fyrstu tilraun, en sé slökkt á viðtökusímanum gerir tölvukerfið aðra tilraun eftir nokkrar mínútur.

 

Ferlið getur verið mismunandi eftir fyrirtækjum en fyrst í stað er oftast reynt að senda boðin með fárra mínútna millibili. Gangi það enn ekki reynir netþjónninn að senda boðin með t.d. klukkustundar millibili.

 

Takist enn ekki að koma boðunum til skila er látinn líða enn lengri tími milli tilrauna og t.d. látnar líða 11 klukkustundir milli tilrauna. En líði margir sólarhringar án þess að boðin komist áfram, er þeim eytt.

 

SMS stendur fyrir „Short Messages Service“ og það voru norskir verkfræðingar sem þróuðu þetta samskiptaform fyrir meira en 30 árum. Fyrstu smáskilaboðin voru send 1992 og þá hvarflaði ekki að nokkrum manni að þetta samskiptaform ætti eftir að ná svo gríðarlegum vinsældum.

 

Smáskilaboð flokkast aftast í forgangsröðuninni þannig að ef álag er mikið á farsímanetinu kemur iðulega fyrir að SMS-boð berist ekki fyrr en eftir nokkrar mínútur eða jafnvel klukkustundir.

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

FÁÐU AÐGANG AÐ VÍSINDI.IS

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is