Alheimurinn

Hvar er hæsta fjallið í sólkerfinu?

Til eru risastór fjöll á fjarlægum plánetum. Hver vegna eru þau svona há miðað við fjöllin á jörðu?

BIRT: 24/02/2023

Hæsta fjallið sem þekkist í sólkerfinu er eldfjallið Olympus Mons á Mars sem telur heila 21,2 km. Á Mars er einnig að finna eldfjöllin Ascraeus Mons (18,2 km), Arsia Mons (17,8 km) og Pavonis Mons (14,0 km). Það er engin hending að öll þessi gríðarmiklu eldfjöll er að finna á Mars. Mars er nefnilega lítil reikistjarna með þyngdarafl sem nemur þriðjungi jarðar. Þetta litla þyngdarafl gerir háum fjöllum kleift að standa án þess að sökkva niður undan eigin þyngd. Hins vegar er hið sterka þyngdarafl jarðar ástæða þess að hæsta fjall okkar, Mount Everest, er aðeins 8,85 km.

 

 

Á Mars eru engar meginlandsrekplötur eins og á jörðu þar sem yfirborðið á Mars er ein stór plata. Það á sinn þátt í að mynda þessi risafjöll þegar heit kvika streymir upp úr iðrum plánetunnar. Kvikan þrýstist í gegnum yfirborðið og streymir út svo hún myndar fjall þegar kvikan storknar. Á Mars getur yfirborðið ekki flust til og því stækkar fjallið einungis. Á óralöngum tíma hefur reikistjarnan því myndað fjölmörg ofureldfjöll.

 

Sambærilegt fyrirbæri má sjá hér á jörðu á svonefndum heitum reitum en einn þekktasti þeirra hefur myndað eyjaklasann Hawaii. Þar streymir kvika upp frá hafsbotni undir Kyrrahafinu. Þar sem Kyrrahafsplatan hreyfist yfir „heita reitinn“ eru takmörk fyrir því hve stór eldfjöllin á Hawaii geta orðið. Hins vegar myndast heil keðja af eldfjallaeyjum eftir því sem Kyrrahafsplatan fer hjá.

 

 

Hið eldvirka tungl Júpíters, Íó, hvers þyngdarafl er einungis sjöundi hluti jarðar ætti að hafa enn hærri fjöll en Mars. Ástæðan fyrir því að sú er ekki raunin stafar af því að árlega þekur sentímetra þykkt öskulag tunglið – það verður að einum kílómetra á 100.000 árum. Þyngd öskulagsins er svo mikil að stórir hlutar yfirborðsins sökkva niður og þrýsta þannig öðrum blokkum upp.

 
 

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Heilinn sér andlit alls staðar og meðhöndlar þau öll eins

Náttúran

90 sekúndur til dómsdags: Viðbúin gegn hamförunum?

Náttúran

Vísindamenn undrandi: Svona myndast stærstu sandöldur heims

Náttúran

Stiklað á stóru um lotukerfið á 10 mínútum

Náttúran

Forneðlur lágu á eggjunum

Náttúran

Hve þungt er ljósið?

Maðurinn

Er til fólk sem skynjar ekki sársauka?

Maðurinn

Eru sjóböð að vetri heilsusamleg?

Maðurinn

Fyllerí: Svona slævir áfengi heilann

Alheimurinn

Hjarta Plútós varð til eftir árekstur

Lifandi Saga

Hvenær var skák fundin upp?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is