Search

Hve hratt hreyfumst við í alheimi?

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Jafnvel þegar við sitjum hér á stól tökum við þátt í mörgum hreyfingum.

 

Fyrst og fremst fylgjum við snúningi jarðar um eigin öxul. Hraðinn í þessari hreyfingu ræðst af hvar við erum stödd á hnettinum. Við miðbaug er snúningshraðinn 1670 km/klst. en heldur minni á okkar breiddargráðu.

 

En við fylgjum einnig jörðinni á hringferð hennar um sólu með 107.200 km/klst. hraða.

 

Þar við bætist að gjörvallt sólkerfið hreyfist umhverfis miðju vetrarbrautarinnar með umferðarhraða, sem nemur 225 milljón klst/km.

 

Þar sem Sólin er í 25 þúsund ljósár frá miðju vetrabrautar er lengd brautar hennar 170 þúsund ljósar. Þannig má finna út að sólkerfið hreyfist í stjörnuþokunni á rúmlega 800 þúsund km/klst.

 

Hreyfingin um miðju vetrarbrautina er ekki sú síðasta.

 

Í stjörnuþokuklasa okkar hreyfist vetrarbrautin í áttina að nágranna sínum, Andrómedu-stjörnuþokunni, með um 470.000 km/klst. hraða sem mun að lokum leiða til áreksturs milli stjörnuþokanna tveggja eftir nokkra milljarði ára.

 

Auk þess bætist við að stjörnuþokuklasi okkar dregst að ofurstjörnuþokuklasa í 150 milljón ljósárafjarlægð.

 

Sá hefur hlotið nafnið The Great Attractor og hreyfumst við í áttina að honum með um 2.200.000 km/klst.

 

Að lokum erum við einnig þátttakendur í útþenslu alheims, en þá er í raun um að ræða útþenslu sjálfs rúmsins þar sem allar stjörnuþokur færast í átt hver frá annarri. En þá er ekki verið að tala um hraða í venjulegum skilningi.

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is