Lifandi Saga

Hve lengi lifði hundurinn Laika í geimnum?

Sovétríkin sendu árið 1957 þennan kynblending á sporbraut um jörðu – og beinustu leið inn í sögubækurnar. En þetta reyndist skammvinnt ævintýri fyrir geimhundinn Laika.

BIRT: 25/11/2023

Þann 3. nóvember 1957 – í Kalda stríðinu – var rússneski hundurinn Laika fyrsta lifandi veran sem fór á sporbraut um jörðu. Þessi staða Laika sem frumkvöðull stóð þó ekki lengi, því eftir einungis 5 til 7 tíma í geimnum sýndi hundurinn ekki lengur nein lífsmörk.

 

Í fyrstu hélt sovéska ríkisstjórnin tíma og orsök dauða Laiku leynilegum en síðar var tilkynnt að geimhundurinn hefði dáið eftir sex daga. Þá var Laika aflífuð með skammti af eitruðum hundamat samkvæmt opinberri tilkynningu.

Fyrstu dýrin út í geim

Áður en fyrsta manneskjan gat farið út í geim urðu vísindamenn að rannsaka hvernig geimferðir og þyngdarleysi virkuðu á lifandi verur. Því voru fjölmörg tilraunadýr send út úr lofthjúpi jarðar til að ryðja brautina fyrir fyrstu mannlegu geimfarana.
1947: Bananaflugur

Fyrstu dýrin út í geim voru hópur bananaflugna. Þær voru settar um borð í bandaríska V2-eldflaug sem var skotið á loft þann 20. febrúar 1947. Markmiðið með tilrauninni var að rannsaka hvaða áhrif geislun hefði á lifandi verur í mikilli hæð. Eldflaugin náði 109 km hæð en síðar sneri geimhylki til baka til jarðar með lifandi flugurnar.

1949: Apar

Þann 14. júní 1949 varð rhesus-apinn Albert annað fyrsta spendýrið til að fara út í geim um borð í bandarískri V2-eldflaug. Albert lifði ekki ferðina af þar sem fallhlíf bilaði í lendingunni og geimhylki hans skall á jörðina á miklum hraða. Vísindamenn söfnuðu þó saman gögnum sem sýndu hvernig hjarta og öndunarfæri apans brugðust við ferðinni út í geim.

1950: Mýs

Fyrstu mýsnar í geimnum náðu 137 km hæð yfir yfirborði jarðar þann 31. ágúst 1950. Því miður sneru þessi ónafngreindu nagdýr ekki til baka því fallhlífin brást. Á næstu árum sendu BNA fjölmargar mýs út í geim – t.d. voru 11 mýs sendar út í geim árið 1951.

Vísindamaður afhjúpaði dauða Laiku

Raunveruleg örlög Laiku urðu fyrst kunn árið 2002 þegar einn af þeim sovésku vísindamönnum sem stóð að geimferð hundsins steig fram. Hann afhjúpaði að hundurinn hefði dáið úr hitaslagi – og líklega stressi – eftir að hafa flogið hringinn í kringum jörðu fjórum sinnum.

 

„Það reyndist algjörlega ómögulegt að búa til áreiðanlegt kerfi til að stýra hitastiginu í svona mikilli tímaþröng sagði vísindamaðurinn Dimitri Malashenkov.

Sovétríkin sendu 51 hund út í geim. Ólíkt Laiku sneru flestir þeirra lifandi heim aftur.

Flestir geimhundarnir lifðu af

Laika var aðeins einn af mörgum hundum sem Sovétríkin sendu út í geim upp úr 1950 og 1960.

 

Á meðan BNA notuðu jafnan apa sem tilraunadýr í geimkapphlaupinu nýttu Rússar sér hunda af götunni. Rússarnir töldu að þessir eigendalausu hundar væru heppilegir fyrir geimferðir, þar sem þeir voru þegar vanir erfiðri lífsbaráttu með margs konar raunum. Alls sendu Sovétríkin 51 hund út í geim – 12 þeirra lifðu ferðina ekki af.

 

Jarðneskar leifar Laiku tóku stefnuna í átt til jarðar fimm mánuðum eftir dauða hundsins. Geimfarið og Laika brunnu þó upp til agna í lofthjúpnum.

 

Myndskeið: 10 staðreyndir um Laiku

HÖFUNDUR: EMRAH SÜTCÜ

© Rolf Dietrich Brecher, © Jakub Halun, © Ishan Manjrekar, © Ullstein Bild/Ritzau Scanpix, ,

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Náttúran

Jörðin eftir manninn: Svona munu leifar siðmenningar okkar hverfa

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

Lifandi Saga

Hvers vegna klæddust fangar röndóttum búningum í gamla daga?

Lifandi Saga

Af hverju er rússneskur bær í Noregi?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is