Hvenær sló David Bowie í gegn?

Þegar geimfarið Apollo 11 var á leiðinni til tunglsins árið 1969 fengu forsvarsmenn plötufyrirtækisins sem gaf út plötur Davids Bowies, þá snilldarhugmynd að láta Bowie og frama hans stefna beint á stjörnurnar.

BIRT: 22/02/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

Bretinn David Bowie er þekktur fyrir að vera einn frjóasti og áhrifamesti tónlistarmaður sinnar samtíðar en hann hefði orðið 75 ára gamall í janúar 2022. Hann féll hins vegar frá árið 2016.

 

Engan óraði fyrir að Bowie myndi ná svo langt á sviði tónlistarinnar sem raun bar vitni, þó svo að hann væri hæfileikaríkur sem barn. Þegar Bowie var kornungur á árunum milli 1960 og 70 reyndi hann fyrir sér í hinum ýmsu hljómsveitum og gaf út hverja misheppnuðu smáskífuna á fætur annarri.

 

Um tíma yfirgaf Bowie vonsvikinn tónlistarheiminn og lagði m.a. stund á nám í framúrstefnuleiklist og látbragðsleik en sneri aftur í tónlistina undir lok sjöunda áratugarins þar sem hann hélt ótrauður áfram að reyna að skapa sér nafn.

 

David Bowie hafði gefið út nokkrar plötur sem allar þóttu meira eða minna misheppnaðar, þegar tungllendingin loks gaf honum byr undir báða vængi árið 1969.

Bowie söng um lendinguna á tunglinu

Viðurkenningin gerði loks vart við sig í júlí árið 1969. Örfáum dögum áður en fyrstu mennirnir stigu fæti á tunglið gaf Bowie út lag sitt Space Oddity sem fjallar einmitt um geimfara í geimferð.

 

Útgáfudaginn hafði plötufyrirtækið valið með tilliti til þess að Bowie gæti notið góðs af tungllendingunni og var það einkar vel til fundið. Lagið öðlaðist miklar vinsældir og flaug inn á vinsældalistann yfir fimm söluhæstu lögin í Bretlandi. Í útsendingum á ríkisstöðinni BBC var lagið meira að segja notað sem bakgrunnstónlist í útsendingum sem sýndu geimfarana lenda á tunglinu.

 

Með þessu lagi var nafn Bowies meitlað í stein hjá breskum popptónlistarunnendum og þegar hann gaf út plötuna Ziggy Stardust árið 1972 hafði hann tryggt framtíð sína sem ofurstjarna og átrúnaðargoð í bresku tónlistarlífi.

BIRT: 22/02/2022

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Mainman Archive

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is