Hvenær var byrjað að blása upp blöðrur?

Þær voru ætlaðar sem hluti af eðlisfræðirannsóknum en eru nú ómissandi í öllum veislum og hátíðahöldum. Hér má lesa söguna.

BIRT: 06/07/2020

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Gúmmíblöðrur voru fyrst notaðar í rannsóknarstofu breska eðlis- og efnafræðingsins Michaels Faradays árið 1824.

Hann lagði saman tvö þunn lög af gúmmíi og stráði hveiti yfir til að koma í veg fyrir að gúmmíhliðarnar límdust saman. Síðan innsiglaði hann samskeytin og fyllti blöðruna með vetni og hugðist nota hana í tilraunum sínum.

Ári seinna útbjó hinn atorkusami enski gúmmísali Thomas Hancock blöðrur úr mjúku gúmmíi sem almenningur hafði tök á að kaupa.

Thomas Hancock sem var þekktur sem faðir breska gúmmíiðnaðarins, seldi pakka sem innihéldu pakka með fljótandi gúmmíi, svo og sprautu sem kaupendur gátu notað til að móta með tvær hálfkúlur úr gúmmíi.

Áður en hægt var að blása upp blöðruna voru helmingarnir tveir lagði saman og síðan voru samskeytin nudduð fast saman þar til gúmmíið mýktist, límdist saman og varð loftþétt.

Þunnar blöðrur, líkt og við þekkjum þær í dag, voru fyrst blásnar upp árið 1847 en urðu þó ekki algeng söluvara fyrr en á árunum milli 1930 og 1940.

BIRT: 06/07/2020

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.