Hvenær var farið að merkja rafhlöður með bókstöfum?

Fyrstu rafhlöðurnar voru af öllum hugsanlegum stærðum og gerðum sem olli bandaríska hernum töluverðum vandræðum í fyrri heimsstyrjöld. Fyrir vikið tóku yfirvöld þá ákvörðun að gefa út fyrirmæli um lögun rafhlaðanna.

BIRT: 06/06/2021

LESTÍMI:

2 mínútur

Samfélag

Lestími: 2 mínútur

 

Árið 1836 þróaði breski efnafræðingurinn John Frederic Daniell fyrstu nothæfu rafhlöðuna sem m.a. sá fyrir rafmagni í nýju ritsímana á þeim tíma.

 

Næstu áratugina á eftir þróuðu hinir ýmsu keppinautar Daniells ógrynnin öll af nýjum rafhlöðum sem voru mjög svo breytilegar hvað stærð, gerð og tækni snerti.

 

Eftir fyrra stríð var tekin ákvörðun í bandaríska hernaðarmálaráðuneytinu um að binda skyldi enda á þennan misleita rafhlöðumarkað.

 

Í stríðinu höfðu breytilegar rafhlöðurnar reynst Bandaríkjaher mikill dragbítur og þörf var komin fyrir að gera rafhlöðuframleiðsluna einsleitari og skilvirkari.

 

Árið 1919 undirbjó ráðuneytið tilskipun um stærð á rafhlöðum sem fól jafnframt í sér fyrirmæli um hvernig prófa skyldi rafhlöðurnar til að tryggja bestu gæðin.

 

Nýju viðmiðunum var svo breytt á komandi árum í samræmi við þróun nýrra rafhlöðutegunda og nýrrar tækni en sem dæmi má nefna að endurhlaðanlegar rafhlöður bættust í safnið.

 

                                                                                                 © Shutterstock

Bókstafir innleiddir

 

Árið 1928 samþykkti bandaríska staðlaráðið, þ.e. samtök sem stóðu fyrir samræmingu iðnaðarstaðla í Bandaríkjunum, formlega fyrirmæli ráðuneytisins og lét gera tæmandi yfirlit yfir allar rafhlöðustærðir.

 

Í yfirlitinu kom fram að nota skyldi bókstafinn A um minnstu rafhlöðurnar og nota síðan næstu stafi stafrófsins eftir því sem rafhlöðurnar stækkuðu.

 

Margar af upprunalegu rafhlöðugerðunum eru nú dánar drottni sínum og í dag eru merkingarnar AA, AAA, C og D þær sem mest eru notaðar.

 

Í Evrópulöndunum var ekki tekin ákvörðun um sameiginlegan rafhlöðustaðal fyrr en árið 1957. Síðan hafa staðlarnir þar svo verið samstilltir við þá bandarísku.

 

 

 

Birt 06.06.2021

 

 

Emrah Sütcü & Bue Kindtler-Nielsen

 

 

 

BIRT: 06/06/2021

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is