Læknisfræði

Hvenær verður HIV að alnæmi?

HIV er ennþá ólæknandi sjúkdómur, enn hann er ekki banvænn fyrr en hann hefur þróast í alnæmi. Hvernig og hvenær eru mörkin skilgreind?

BIRT: 25/10/2023

HIV-smit verður ekki lífshættulegt fyrr en eftir mörg ár þar eð veiran tekur sér langan uppbyggingartíma uns hún verður nægilega útbreidd í líkamanum til að skapa alnæmi.

 

HIV-veira kemur erfðaefni sínu, tveimur eins RNA-sameindum, inn í ónæmisfrumur, sem kallast CD4+, í blóðinu.

 

RNA-sameindirnar umkóða sig í DNA-sameind sem í eru þau níu gen sem mynda HIV-veiruna. Genunum skeytir veiran inn í litninga CD4+-frumunnar og þau verða þannig hluti af erfðamengi frumunnar.

 

Dreifist í felum

Veirugenin virkjast oftast fljótlega og taka að mynda nýjar veiruagnir, sem brjótast út úr ónæmisfrumunni og drepa hana. Á fáeinum vikum dreifir HIV-smitið sér til mikils fjölda af móttækilegum CD4+-frumum.

 

Þetta veiklar ónæmiskerfi sjúklingsins um stundarsakir og hann fær einkenni sem líkjast inflúensu, en fæstir gefa þó nokkurn gaum.

 

Næst leggjast HIV-veirurnar í eins konar dvala. Sjúkdómseinkennin hverfa en veiran heldur áfram að breiðast út án þess að valda einkennum.

 

Meinlitlir sjúkdómar draga til dauða

Dvalatíminn er oft á bilinu 5-10 ár. Á þeim tíma fjölga veirurnar sér hægt og rólega í blóðinu og brjóta smám saman niður CD4+-frumurnar, þar til ónæmiskerfið er að heita má hrunið og sjúkdómurinn er kominn á það stig sem kallast alnæmi.

 

Þá er svo komið að meinlitlir sjúkdómar og almennt skaðlitlar veirur geta orðið sjúklingnum að bana.

 

Veirur leggjast í dvala

HIV-veirur leggjast í dvala í allt að tíu ár og sjúklingurinn verður einskis var. Smám saman fjölgar eyðniveirunum en CD4+-frumum fækkar og ónæmiskerfið brotnar niður.

Lyfjablanda heldur veirunni í skefjum

Eyðni er enn ekki læknanleg, en síðan árið 1996 hefur læknum tekist að hafa heimil á sjúkdómnum með blöndu þriggja eða fleiri lyfja, sem virka a.m.k. á tvennan hátt, t.d. með því að stöðva framleiðslu bæði RNA-sameinda og prótína sem eru nauðsynleg til að mynda nýjar veirur.

 

Lyfjablöndurnar gera eyðni að ólæknandi sjúkdómi, sem þó er ekki banvænn.

HÖFUNDUR: Ritstjórn

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Tækni

Sólarsellur flytja út í geim 

Heilsa

Algengt meðferðarúrræði fyrir konur á breytingaskeiði er talið hafa í för með sér alvarlegar aukaverkanir

Maðurinn

Er skaðlegt að halda sér vakandi alla nóttina?

Heilsa

Yfirsýn: Svona bjargar blóðið þér

Maðurinn

Hvað eru svífandi blettir fyrir augum?

Náttúran

Hvaðan koma bananaflugur?

Tækni

Vísindamenn: Þessi umhverfistækni fangar 10 sinnum meiri CO2 en sjálf náttúran

Heilsa

Fimm atriði sem skipta máli fyrir þá sem vilja lifa lengur

Læknisfræði

Af hverju stafar glútenóþol?

Maðurinn

Heilinn gefur frá sér meira ástarhormón þegar við eldumst

Lifandi Saga

Alexander mikli fæddist til að ná árangri

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is