Hvenær verður HIV að alnæmi?

HIV er ennþá ólæknandi sjúkdómur, enn hann er ekki banvænn fyrr en hann hefur þróast í alnæmi. Hvernig og hvenær eru mörkin skilgreind?

BIRT: 25/10/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

HIV-smit verður ekki lífshættulegt fyrr en eftir mörg ár þar eð veiran tekur sér langan uppbyggingartíma uns hún verður nægilega útbreidd í líkamanum til að skapa alnæmi.

 

HIV-veira kemur erfðaefni sínu, tveimur eins RNA-sameindum, inn í ónæmisfrumur, sem kallast CD4+, í blóðinu.

 

RNA-sameindirnar umkóða sig í DNA-sameind sem í eru þau níu gen sem mynda HIV-veiruna. Genunum skeytir veiran inn í litninga CD4+-frumunnar og þau verða þannig hluti af erfðamengi frumunnar.

 

Dreifist í felum

Veirugenin virkjast oftast fljótlega og taka að mynda nýjar veiruagnir, sem brjótast út úr ónæmisfrumunni og drepa hana. Á fáeinum vikum dreifir HIV-smitið sér til mikils fjölda af móttækilegum CD4+-frumum.

 

Þetta veiklar ónæmiskerfi sjúklingsins um stundarsakir og hann fær einkenni sem líkjast inflúensu, en fæstir gefa þó nokkurn gaum.

 

Næst leggjast HIV-veirurnar í eins konar dvala. Sjúkdómseinkennin hverfa en veiran heldur áfram að breiðast út án þess að valda einkennum.

 

Meinlitlir sjúkdómar draga til dauða

Dvalatíminn er oft á bilinu 5-10 ár. Á þeim tíma fjölga veirurnar sér hægt og rólega í blóðinu og brjóta smám saman niður CD4+-frumurnar, þar til ónæmiskerfið er að heita má hrunið og sjúkdómurinn er kominn á það stig sem kallast alnæmi.

 

Þá er svo komið að meinlitlir sjúkdómar og almennt skaðlitlar veirur geta orðið sjúklingnum að bana.

 

Veirur leggjast í dvala

HIV-veirur leggjast í dvala í allt að tíu ár og sjúklingurinn verður einskis var. Smám saman fjölgar eyðniveirunum en CD4+-frumum fækkar og ónæmiskerfið brotnar niður.

Lyfjablanda heldur veirunni í skefjum

Eyðni er enn ekki læknanleg, en síðan árið 1996 hefur læknum tekist að hafa heimil á sjúkdómnum með blöndu þriggja eða fleiri lyfja, sem virka a.m.k. á tvennan hátt, t.d. með því að stöðva framleiðslu bæði RNA-sameinda og prótína sem eru nauðsynleg til að mynda nýjar veirur.

 

Lyfjablöndurnar gera eyðni að ólæknandi sjúkdómi, sem þó er ekki banvænn.

BIRT: 25/10/2023

HÖFUNDUR: Ritstjórn

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is