Hvenær var skjöldurinn fyrst notaður?

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Þegar á bronsöld, sem náði frá um 3000 – 500 f.Kr., var skjöldurinn notaður til varnar. Þetta vita menn frá fornleifafundum af skjöldum og frá myndum á m.a. krukkum og vopnum þess tíma. Slíkir munir hafa fundist á víðfeðmu svæði, allt frá Evrópu, Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum.

 

Óvíst er þó hver beitti fyrstur skildi eða hvenær. En elstu menjar eru frá bronsaldarmenningunni á Krít og Grikklandi. Þar hafa fornleifafræðingar fundið ótal myndir af skjöldum, m.a. bronshníf frá um 1600 f.Kr. sem fannst á Mýkenu á Pelópsskaga.

 

Á blaði dálksins má sjá veiðar þar sem ljón ráðast á fjóra menn vopnaða hnífum og allir verjast dýrinu að baki stórra skjalda. Fornegyptar kunna mögulega að hafa nýtt skildi á undan Grikkjum. Það má sjá hjá egypskum fótgönguliðum frá því um 3000 – 1500 f.Kr. Þeir voru vopnaðir bogum, spjótum og öxum og einhvern tíma með stóra tréskildi sér til varnar.

 

Í forhýsi að gröf hins unga Tútankhamons sem uppgötvaðist í Dali Konunganna árið 1922 hafa fundist átta skrautskildir. Skildirnir eru frá þeim tíma er Tútankhamon réði ríkjum frá 1333 – 1323 f.Kr. og sýna m.a. kónginn að ráða niðurlögum ljóns.

 

Egypsku fótgönguliðarnir báru viðlíka skildi úr tré.

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.