Hver var fyrsti sálfræðingurinn?

Frá 19. öld var litið á sálfræði sem undirgrein heimspeki og læknavísinda. En svo ákvað þýski læknirinn Wilhelm Wundt að stofna fyrstu rannsóknarstofu sögunnar í sálfræði.

BIRT: 08/11/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Menn hafa vafalítið heillast af sálarlífi náungans – og sínu eigin – allt frá í árdaga mannkyns en sálfræði þróaðist fyrst í sjálfstæða vísindagrein upp úr miðri 19. öld.

 

Fram til þess tíma hafði einkum verið litið á rannsóknir á sálinni sem aukagrein heimspekinnar, meðan aðrir álitu viðfangsefnið vera hluta læknisfræðinnar sem einblíndi fyrst og fremst á heilann og taugakerfið.

 

Það var þýski læknirinn Wilhelm Wundt – en margir kalla hann föður sálfræðinnar – sem lagði grunninn að sálfræði nútímans og sjálfstæðri vísindagrein.

 

Wundt var ekki fyrstur manna til að rannsaka andlegt líf manna. Hann var hins vegar sá fyrsti sem kenndi sjálfan sig við sálfræðigreinina (psykolog) og hann kom á laggirnar rannsóknarstofu, þar sem hann lagði einvörðungu stund á sálfræði og framkvæmdi tilraunir eftir viðurkenndum vísindalegum aðferðum.

Þjóðverjinn Wilhelm Wundt stofnaði fyrstur rannsóknarstofu í sálfræði manna og lagði þannig grunn að sjálfstæðri vísindagrein.

Rannsóknarstofa hans var stofnuð við háskólann í Leipzig árið 1879 og segja má að þá hafi sálfræðin í fyrsta sinn stigið út úr skugga annarra akademískra fræðigreina.

 

Á rannsóknarstofu sinni greindi Wundt þau andlegu ferli sem skapa vitundina. Aðferðir hans byggðu á tilraunum og reynslurökum og Wundt þróaði m.a. aðferðina innskoðun (e. introspection).

 

Sú aðferð gengur út á að skipta í fyrstu upp meðvituðum upplifunum í smærri þætti sem eru síðar rannsakaðir nánar hver fyrir sig. Markmiðið er að nota summuna af þessum þáttum til að öðlast heildrænan skilning á vitundinni sem smættanlegu fyrirbæri.

 

Sálfræðistofnun hans var svo vinsæl að fræðimenn hvaðanæva að úr heiminum héldu til Leipzig til að kynna sér betur þessi nýju vísindi.

BIRT: 08/11/2023

HÖFUNDUR: EMRAH SÜTCÜ

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Wellcome Images

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is