Hvernig anda skordýr undir yfirborðinu?

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Skordýr sem lifa í vatni hafa þróað með sér ýmsar aðferðir til að fá súrefni undir yfirborðinu.

 

Hundruð skordýrategunda lifa megnið af ævinni eða jafnvel alla ævi í vatni, þótt þau hafi ekki tálkn eins og önnur vatnsdýr.

 

Einkum eru bjöllutegundirnar margar.

 

Þar má t.d. nefna brunnklukkur, eða vatnabjöllur, sem eru af ættinni Dytiscidae, eða brunnklukkuætt.

 

Sumar bjöllur sem lifa í vatni, sækja loft upp á yfirborðið og geyma það í holrúmi undir skjaldvængjunum. Hér myndast þá loftbóla sem tengist loftpípukerfi dýrsins.

 

Loftbólan minnkar smám saman og dýrið þarf þá aftur upp á yfirborðið til að sækja meira.

 

Sumar brunnklukkur þurfa þó ekki upp á yfirborðið, en hafa þess í stað þróað eins konar utanáliggjandi tálkn úr fíngerðum hárum sem halda þunnu loftlagi næst líkamanum. Þetta loftlag klárast ekki, heldur draga hárin að sér loft úr vatninu.

 

Þessi sérstöku tálkn gera sumum skordýrum mögulegt að fara allt niður á 30 metra dýpi án þess að þurfa að koma upp á yfirborðið til að sækja meira loft.

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is