Hvernig er hæð mæld á öðrum hnöttum?

Hér á jörð er hæð fjalla mæld frá sjávarmáli. Hvernig er farið að því að mæla hæð fjalla og hæða í landslagi á reikistjörnum á borð við Mars og Venus þar sem ekki er neitt vatn?

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Á öðrum reikistjörnum, þar sem ekki er unnt að miða við yfirborð sjávar, er nauðsynlegt að finna einhvers konar meðalhæð á hnettinum til viðmiðunar.

 

Í þeim tilgangi eru gerðar hæðarmælingar með leysi eða radar.

 

Á Mars hefur hæðarmunur verið mældur mjög nákvæmlega frá gervihnettinum Mars Global Surveyor. Á grundvelli mælinga með leysitækinu “Mars Orbiter Laser Altimeter” var hægt að ákvarða meðalgeisla (radíus) hnattarins við miðbaug 3.396.200 metra með 160 metra nákvæmni. Þessi meðalgeisli er nú notaður sem núllpunktur við hæðarmælingar.

 

Á sama hátt hafa menn mælt hæðarmun á Venusi með radartækjum um borð í gervihnettinum Magellan, sem var í braut um Venus í fjögur ár, 1990-1994. Hér var núllhæðin ákvörðuð sem meðalhæð flatlendisins sem þekur meginhlutann af yfirborði reikistjörnunnar.

 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is