Hvernig fá strútar nægilegt kalk?

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Strúturinn er stærstur núlifandi fugla og verpir líka stærstu eggjunum. Að meðaltali eru strútsegg 13×15 sm að stærð og vega 1,5 kg.

 

Kalkrík skurnin er um 20% af heildarþyngd eggsins. Kvenfuglinn verpir 4-8 eggjum í senn, en þótt þau séu stór, er hvert egg þó ekki nema um 1,4% af líkamsþyngd fuglsins.

 

Hinn smávaxni kiwi-fugl verpir til samanburðar eggjum sem eru um 25% af líkamsþyngdinni.

 

Skurn á eggjum fugla er að mestu leyti úr kalki í formi kalsíumkarbónats. Strútar þurfa því mikið af kalki úr fæðunni til að geta myndað egg. Hluti þessa kalks kemur úr jurtum sem fuglarnir finna og éta – jafnvel á eyðimerkursvæðum.

 

Kalk er nefnilega mikilvægur efniviður í frumuveggjum plantna og getur orðið allt að 3,5% af þyngd alls þurrefnis í plöntunni. Strútar geta þó einnig fengið viðbótarkalk með því að hrifsa upp í sig skordýr, t.d. engisprettur, eða jafnvel smávaxin hryggdýr á borð við sandeðlur eða smáskjaldbökur. Úr hörðum líkamspörtum slíkra dýra fær strúturinn talsvert kalk.

 

En skyldi ekki nóg kalk fást úr fæðunni, geta kvenstrútar eins og aðrir kvenfuglar beitt sérstöku bragði til að tryggja eggjaframleiðsluna, nefnilega að brjóta niður kalk úr eigin beinagrind til að mynda skurnina.

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is