Náttúran

Hvernig geta plöntur hreyft sig?

Blöð sumra plantna lokast á nóttunni eða ef þau eru snert. Hvernig fer plantan að þessu?

BIRT: 04/11/2014

Yfirleitt tengjum við hreyfigetu aðeins við menn og dýr. En plöntur eru alls ekki jafn hreyfingarlausar og halda mætti, þótt þær séu vissulega bundnar jörðinni með rótum sínum og hafi ekki vöðva til að hreyfa sig.

 

Venjulegur vöxtur stafar af frumuskiptingu og vaxtarhreyfingin verður þá ekki aftur tekin. En sumar plöntur búa yfir hæfni til hreyfinga sem þær geta snúið aftur í upphafsstöðu.

 

Þessar hreyfingar tengjast vökvaspennu í frumunum. Þetta geta t.d. verið taktfastar dægurhreyfingar, svo sem þegar blóm eða blöð lokast yfir nóttina. Súrsmæra og ýmsar baunaplöntur hafa blöð sem vefjast upp yfir nóttina og vísindamennirnir telja þetta gert til að draga úr hitatapi.

 

Sænski grasafræðingurinn Carl von Linné kallaði næturhreyfingar plantna „plöntusvefn“ og enn tala margir grasafræðingar um „svefnhreyfingar“.

 

Innst á þeim blöðum sem geta hreyft sig er yfirleitt að finna útbólginn, sívalningslaga stilkhluta, þar sem er að finna fjölmargar stórar frumur með þunna frumuhúð.

 

Þegar vökvamagn í þessum frumum breytist, veldur það hreyfingu. Þegar t.d. þarf að lyfta blaðinu fyllast frumur í neðri hluta þessa líffæris plöntunnar af vökva en frumur í efri hlutanum tæmast.

 

Plantan stýrir vökvamagni í frumunum m.a. með kalíum-jónum. Í frumuhúðinni er að finna eins konar dælur sem dæla kalíum-jónum inn í frumuna þegar auka þarf vökvamagnið. Aukin þéttni kalíum-jóna kallar nefnilega á meira vatn inn í frumuna. Og þegar draga á úr vatnsmagni í frumunni er kalíum-jónum dælt út.

 

Þessar frumudælur geta t.d. stjórnast af lífsklukku jurtarinnar, sem gert er úr lífefnasameindum, svo sem efninu phytochrom, sem er ljósnæmt. Virkni þessarar lífsklukku er ekki þekkt en þó er vitað að hún er stillt eftir dagsbirtunni, en á því byggist einmitt hæfni plöntunnar til að hreyfa blöð sín á sama tíma dag eftir dag.

 

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Alheimurinn

Nú eru tungl Satúrnusar 146

Maðurinn

Er fólk með stórt höfuð greindara en aðrir?

Maðurinn

Mannfólkið hefur kysst í 4.500 ár

Náttúran

Risavaxin sjávarskrímsli vakin til lífs slá öll met. 

Alheimurinn

Getum við lent á Plútó?

Lifandi Saga

Var hesturinn í Tróju til í raun og veru? 

Lifandi Saga

Frá rakara til forseta: Hvernig Trump-ættarveldið sigraði Ameríku

Náttúran

Hvernig virkar reiðin?

Lifandi Saga

1942 – Upphafið að endalokunum: Orrustan um Midway á að gjöreyða flota BNA

Maðurinn

Af hverju klæjar mann í sár?

Maðurinn

Hvernig losna ég við svitalyktina?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is