Hvernig getur langfætlan hreyft sig?

Hvernig virka þessir örþunnu fætur, og eru virkilega vöðvar í þeim?

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Þegar langfætlur fara um, þá hangir búkur þeirra í e.k. stoðvirki ganglima sem eru afar stöðugir. Sumar tegundir eru með hreyfanlegan lið á endanum – rétt eins og griphali apa – sem má vefja utan um t.d. stöngla til að tryggja festu, stöðugleika og aukna klifurgetu. Sést hefur til þeirra grípa um limi annarra langfætlna með slíkum hætti.

Langfætlurnar geta auk þess losað sig við ganglimi ef óvinur grípur í þá, en þá vaxa ekki nýir út aftur. Þrátt fyrir að ganglimirnir hjá mörgum langfætlum séu örþunnir eru í raun litlar sinar og vöðvar innan í þeim sem sjá um hreyfigetuna. En fæturnir hafa einnig aðra og sérhæfari virkni. Langfætlurnar bíða oft átekta með fæturna útglennta á undirlaginu. Þannig virka þeir sem eins konar köngulóarvefur og geta numið minnstu hreyfingar hjá litlum dýrum sem fara hjá.

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is