Search

Hvernig getur skjaldbaka snúið sér við?

Getur skjaldbaka, sem lent hefur á bakinu, snúið sér á réttan kjöl?

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

2 mínútur

Það skiptir meginmáli fyrir dýr með harðan skjöld á bakinu, svo sem bjöllur og skjaldbökur, að geta snúið sér við, ef þau skyldu lenda á bakinu.

 

Að öðrum kosti biði þeirra aðeins dauðinn.

 

Dýrin geta lent á bakinu af ýmsum ástæðum, t.d. oltið niður af ójöfnu eða þá þegar karldýr takast á.

 

Hjá sumum skjaldbökutegundum tíðkast meira að segja að karldýrin reyna að snúa hvort öðru á bakið.

 

Mismunandi tegundir nota misjafna tækni til að koma sér á réttan kjöl.

 

En aðferðin ræðst reyndar einkum af lögun skjaldarins. Skjaldbökur sem lifa í vatni eru yfirleitt flatvaxnar og með skarpar brúnir. Slík lögun hentar nefnilega vel til sunds. Ef slík skjaldbaka hafnar á bakinu teygir hún hausinn eins langt út úr skelinni og mögulegt er, þrýstir honum niður og reisir sig þannig upp á rönd og nær loks að velta sér yfir á kviðinn.

 

Landskjaldbökur hafa yfirleitt mun kúptari skel, enda veitir slík lögun traustari vörn gegn rándýrum.

 

Þessar skjaldbökur hafa ekki nógu langan háls til að geta notað hausinn til að rétta sig af, en þurfa í staðinn að nýta þyngdaraflið.

 

Oft er skjöldurinn á bakinu svo kúptur að skjaldbökunni dugar að koma sér á hreyfingu með fótasprikli, til að hún velti nánast sjálfkrafa á kviðinn.

Stærðfræðingar við Búdapest-háskóla í Ungverjalandi hafa nýlega reiknað út að skel sumra skjaldbökutegunda er svo kúpt að lögun hennar fer mjög nærri því formi sem best hentar til að haldast alltaf í uppréttri stöðu.

 

Meðal þeirra skjaldbökutegunda þar sem karlarnir leitast við að velta hver öðrum á bakið í átökum, er reyndar töluverður munur á lögun bakskjaldarins eftir kynjum, þannig að karlarnir eiga auðveldara með að snúa sér á réttan kjöl.

 

Til eru líka skjaldbökutegundir sem nýta eins konar blöndu þeirra tveggja aðferða sem lýst er hér að framan.

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is