Hvernig greina leiðurblökur mun dags og nætur?

Það hlýtur að vera erfitt fyrir blindar leðurblökur að átta sig á hvenær þær eigi að halda til veiða.

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Það er útbreidd skoðun að leðurblökur séu blindar, en svo er ekki. Vissulega eru sumar tegundir svo augnsmáar að augun ná ekki góðri mynd. Engu að síður dugar sjónin til að greina hreyfingu og sjá mun ljóss og myrkurs. Hið síðarnefnda er mikilvægt til að halda sólarhrings- og árstíðatakti, svo sem til að skynja hvenær eigi að afla fæðu á náttarþeli eða hvenær tími er til kominn að leggjast í vetrardvala.

Flestar leðurblökur nota bergmálshljóð til að rata í myrkri. Þær gefa frá sér hljóð og endurvarpið skapar þeim mynd af umhverfinu og sýnir t.d. hvar fiðrildi sé á flögri. Þar eð leðurblökur hafa þennan hæfileika gæti maður haldið að þær þyrftu ekki á sjón að halda. En augun virka sem sagt – jafnvel þótt sjónin sé afar léleg hjá þeim tegundum sem nýta bergmálshljóð.

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is