Hvernig myndast klappir með steini ofan á?

Í Bandaríkjunum hef ég séð klapparsúlur þar sem svo virðist sem lausum steini hafi verið komið fyrir á toppnum. Hvernig gerist þetta?

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Sums staðar í heiminum má sjá þessi furðulegu fyrirbæri: stórar klapparsúlur þar sem engu er líkara en einhver hafi vandað sig við að koma fyrir stórum steini uppi á toppnum. Einkanlega í Bandaríkjunum er að finna klettalandslag þar sem slíkar súlur standa, t.d. í Bryce-gili í Utah.

 

Klapparsúlur af þessu tagi hafa myndast við veðrun. Vatn hefur náð að grafa sig niður í yfirborðsklöpp og áfram niður í mýkri jarðlög. Þessi mýkri jarðlög eru oftast setlög, t.d. mynduð úr gjósku eða sandi og leir, en yfir þau hefur svo runnið basalthraun sem myndar harða klöpp efst. Á löngum tíma myndast sprungur í þetta harða yfirborð og þegar sprungurnar ná niður í mýkri jarðlögin verður eftirleikurinn auðveldur. Vatn safnast í sprungurnar og þær stækka og mynda smám saman gjár og gljúfur.

 

Víðast grefur vatnið líka undan yfirborðsklöppinni, en á stöku stað geta þó staðið eftir háir drangar eða súlur og gjarnan einmitt þar sem stór steinn hefur myndað eins konar skjól á upphaflega yfirborðinu. Á endanum munu vindar og regn þó grafa sig inn í neðri hluta þessara dranga og velta þeim.

 

Reyndar er hægt að mynda örsmáar útgáfur af sama fyrirbrigði með því að fleygja hnefafylli af möl ofan á þéttan sand. Eftir góða rigningu má svo sjá að vatnið hefur grafið rásir í sandinn en eftir standa örsmáar sandstrýtur með steini efst.

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is