Lifandi Saga

Hvernig náðu Finnar friðarsamkomulagi við Rússa eftir Vetrarstríðið?

Eftir þriggja mánaða blóðugt vetrarstríð hófu Finnar samningaviðræður við Sovétríkin árið 1940. Finnar héldu sjálfstæði sínu en friðinn þurftu þeir að gjalda háu verði.

BIRT: 03/02/2025

Þegar tók að vora árið 1940 náðu Finnar árangri sem þýski herinn gat ekki státað af nokkrum árum síðar: Þeir neyddu Rauða herinn að samningaborðinu. 

 

Fyrir friðarsamninga þessa höfðu Finnar og Sovétríkin barist í miskunnarlausu stríði í meira en þrjá mánuði, eftir að 600.000 sovéskir hermenn höfðu ráðist inn í Finnland þann 30. nóvember 1939. 

 

Rauði herinn hafði vænst þess að vinna skjótan sigur á einungis fáeinum vikum þar sem Sovétríkin höfðu fjórum sinnum fleiri hermenn, 200 sinnum fleiri skriðdreka og 30 sinnum fleiri orrustuflugvélar en Finnar. En Rússar uppgötvuðu fljótt að Finnar voru bæði þrautseigir, betur undirbúnir og klókari í að nýta sér veturinn sér til hagsbóta. 

Finnskir hermenn þekktu landið eins og lófann á sér og voru langtum betur undirbúnir fyrir stríð í vetrarhörkunum heldur en rússneskar herdeildir.

Finnland varð að afsala sér landi

Þegar veturinn tók að losa sín köldu tök var Rauði herinn örmagna og hafði tapað ótal mörgum hermönnum. Á sama tíma voru Finnar að verða uppiskroppa með skotfæri.

 

Báðir aðilar voru því opnir fyrir viðræðum um frið og var samkomulag milli þeirra undirritað þann 12. mars 1940. Þar með lauk Vetrarstríðinu sem hafði kostað um 26.000 Finna og minnst 125.000 sovéthermenn lífið. 

 

Finnar máttu þó gjalda fyrir friðinn háu verði. Þeir þurftu að láta af hendi um 13% af landsvæðum sínum og um fimmtung af iðnaði til Sovétríkjanna í friðarsamkomulaginu. 

 

Á móti kom að Finnar héldu sjálfstæði sínu og samkomulagið batt enda á tilraun Jósefs Stalíns við að innlima nágrannaríkið – í öllu falli um stundarsakir, því tæpum 15 mánuðum síðar voru Finnland og Sovétríkin aftur komin í stríð. 

 

Það var fyrst eftir síðari heimsstyrjöldina sem öllu varanlegri friður milli Finna og Rússlands komst á. Friður sem grundvallaðist m.a. á því að Finnar myndu aldrei vinna gegn sínu öfluga nágrannaríki. 

HÖFUNDUR: EMRAH SÜTCÜ

© Military Museum of Finland.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Risasveppur er stærri en 100 fótboltavellir

Maðurinn

Augnlitur – hvað ræður augnlit barna?

Náttúran

Hvernig komu skordýr fram á Jörðu?

Náttúran

Kona fann stein í læk, sem reyndist vera 120 milljón króna virði

Heilsa

Viðamikil rannsókn: Tvennt getur tvöfaldað líkurnar á að lifa af krabbamein

Maðurinn

Er hægt að þreytast af fersku lofti?

Maðurinn

Læknar færa til mörkin milli lífs og dauða

Tækni

Óvinsæl flugsæti eru öruggust

Lifandi Saga

Hver var æpandi múmían?

Maðurinn

Nýleg uppgötvun: Vinsælar fæðutegundir geta hraðað öldrun

Náttúran

Gætu hafa haft rangt fyrir sér: Leyndarmál einnar hættulegustu köngulóar heims

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is