Náttúran

Hvernig þola tré mjög harkalegt frost?

BIRT: 04/11/2014

Tré og plöntur á svæðum þar sem vetrarkuldi er mikill, standast kuldann vel, þó reyndar því aðeins að þeim gefist tóm til að búa sig smám saman undir veturinn, eins og oftast er raunin á haustin.

 

Meðal allra harðgerðustu trjánna er norðlægt Síberíulerki sem þolir allt að 70 stiga frost yfir veturinn. Eins og öll önnur tré, myndi þetta lerki þó drepast af skyndilegu kuldakasti um mitt sumar, enda leggur tréð allar frostvarnir sínar til hliðar á vorin.

 

Það er ekki frostið sjálft sem er plöntum til vandræða, heldur ískristallarnir sem myndast í vökvafylltum frumum.

 

Plöntur lækka þess vegna frostmark frumuvökvans með framleiðslu sérstakra prótína. Tré á borð við eik, álm, hlyn og ask geta meira að segja þolað ofurkælingu með því að framleiða frumuvökva sem er þannig gerður að ískristallar ná ekki að myndast.

 

Með þessum hætti þola tré allt niður í 40 stiga frost.

 

En þar sem vetrarfrostið bítur enn harkalegar, nýta t.d. sum lerkitré sér aðra tækni til að lifa af. Þau tæma þá allan vökva úr lifandi frumum og þorna alveg upp þegar frostið verður sem mest.

 

Ískristallar myndast þá aðeins þar í trénu sem engar lifandi frumur er að finna og þeir valda þar af leiðandi engum skaða.

 
 

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Köngulóin er sköpuð til að myrða

Lifandi Saga

Fangar í útrýmingarbúðum fölsuðu peninga fyrir nasista

Heilsa

Vísindamenn: Blóðsýni afhjúpa elliglöp 15 árum fyrir einkenni

Maðurinn

Af hverju erum við með mismunandi blóðflokka?

Alheimurinn

Bilaðasta tilraun heims: Komdu með í ferðalag til endimarka alheims

Maðurinn

Getur kláði verið smitandi?

Alheimurinn

Jörðinni var bjargað af illa tvíbura sínum

Heilsa

Fjöldi daglegra salernisheimsókna getur haft afleiðingar fyrir heilsuna

Maðurinn

Genagalli gerir albínóa hvíta

Maðurinn

Hið fullkomna morð er dautt

Lifandi Saga

Teþorstinn knésetti stórveldi

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is