Með því að nota það sem kalla mætti sniðsprengjur, getur góður flugeldasmiður skapað pálma, hringi, blóm, broskarla eða hjörtu á himni. Galdurinn felst í því að pakka sniðsprengjunni rétt áður en flugeldinum er skotið á loft.
Innst í sniðsprengjunni er sprengihleðsla en umhverfis hana er svart púður og í því liggja stjörnurnar sem raðað er í það mynstur sem ætlunin er að sýna á himni. Þegar sprengihleðslan springur og kveikir í stjörnunum dreifast þær á sekúndubroti út til allra átta en halda þó röðunarmynstri sínu innbyrðis. Mynstrið í flugeldinum víkkar þannig út á himninum.
Sniðsprengjunni er skotið á loft með eldsneytisröri sem þannig er gengið frá að eldsneytið brennur á ákveðnum hraða, t.d. 1 sm á sekúndu. Þannig er tryggt að flugeldurinn springi þegar hann hefur náð mestu mögulegri hæð eftir svo sem 2-4 sekúndur, en það eru oft 100-200 metrar.