Hvernig varð enska að heimsmáli

Enskan er útbreidd, en hverju?

BIRT: 23/10/2023

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Sú staðreynd að enska skuli nú vera útbreiddasta tungumálið, stendur í nánu samhengi við stofnun og úbreiðslu breskra nýlendna.

 

Um aldamótin 1600 var enska aðeins töluð í Englandi og suðaustur-hluta Skotlands. Aðeins um 7 milljónir manna voru enskumælandi.

 

En í upphafi 17. aldar jókst áhugi Englendinga á verslun og nýlendum.

 

Jafnframt því sem Englendingar lögðu undir sig landsvæði og stofnuðu nýlendur í fjarlægum heimshlutum, breiddist tungumálið út.

 

Þegar breska heimsveldið stóð í mestum blóma, upp úr 1920, náði það yfir nærri fjórðunginn af þurrlendi á hnettinum og svipað hlutfall af fólksfjöldanum.

 

Auk Stóra-Bretlands náði þetta veldi m.a. yfir Kanada, Ástralíu, Pakistan, Indland, mörg smáríki í Asíu svo sem Ceylon (nú Shri Lanka) og stóra hluta af Afríku.

 

Nú er enska útbreidd víða um heiminn og aðaltungumálið t.d. á Írlandi og í Bandaríkjunum, Nýja-Sjálandi, Kanada og Ástralíu.

 
 

BIRT: 23/10/2023

HÖFUNDUR: Ritstjórn

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.