Ástæða þess að villtar plöntur umlykja fræ sín sætum ávöxtum, er sú að með því laða þau til sín dýr sem borða ávöxtinn og dreifa síðan fræjunum.
Fræ verður til eftir frjóvgun og hefur því ekki nákvæmlega sömu erfðavísa og móðurplantan.
Plöntur geta þó einnig fjölgað sér á annan hátt. Jarðarberjaplöntur senda frá sér útskot sem skjóta rótum í grennd við móðurplöntuna og kartöfluplöntur senda frá sér rótarstöngla sem verða að nýjum plöntum.
Vínviðurinn, sem er ræktuð jurt, getur líka beitt þessari fjölgunaraðferð. Steinlausu vínþrúgurnar eru til orðnar við ræktun.
Eftir kynæxlun hefur orðið til afbrigði þar sem fræin vantar í þrúgurnar. Af þessari plöntu hafa verið teknir græðlingar og þessu einstaka afbrigði fjölgað þannig koll af kolli. Græðlingarnir eru settir í jörð þar sem þeir skjóta rótum og taka að vaxa.
Síðar geta þeir sjálfir tekið að fjölga sér með rótarskotum, en eins og gildir um margar aðrar ræktunarjurtir, er hæpið að vínviðurinn bjargaðist af í náttúrunni án afskipta manna.