Search

Hvernig virkar „Bluetooth“?

Hvernig er hægt að senda og taka við myndum og tónlist með „Bluetooth“?

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Blátannarbúnaður, sem margir kalla reyndar „Bluetooth“ er heiti á þráðlausum samskiptastaðli. Tæknin náði skjótt útbreiðslu m.a. vegna þess að með henni má flytja mikið gagnamagn með afar lítilli orku. Með Blátönn má líka tengja allt að 8 rafeindatæki að því einu tilskildu að þau séu nálægt hvert öðru, því yfirleitt er drægnin ekki nema um 10 metrar.

Samskiptin gerast með útvarpsbylgjum á tíðnisviði milli þeirra sviða sem notuð eru af sjónvarpstækjum og fjarskiptahnöttum. Blátönnin skiptir um tíðni 1.600 sinnum á sekúndu en tíðnin er alltaf á bilinu 2,402 til 2,485 gígarið. Þessi tíðniskipti auka öryggi og koma í veg fyrir truflanir frá öðrum tækjum.

Fyrsta útgáfan kom fram 1998 og gat flutt 1 MB á sekúndu, en sú nýjasta ræður við 24 MB á sekúndu. Hvers eðlis sem gögnin eru, flytjast þau sem stafræn merki borin af útvarpsbylgjum. Þess má geta að eiginlega er Blátönn ekki þýðing á Bluetooth heldur öfugt. Tæknin heitir nefnilega eftir Haraldi konungi Blátönn sem ríkti í Danmörku á 10. öld.

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is