Það tekur yfirleitt mjög stuttan tíma frá því að flögupoki er opnaður þar til hann er tæmdur. Tilraunir með rottur hafa varpað nokkru ljósi á hvers vegna.
Í tilrauninni þurftu rottur að velja á milli mismunandi fæðutegunda: kartöfluflögur eða venjulegt fóður sem samanstóð af korni, fitu og kolvetnum. Nagdýrin kusu flögurnar hiklaust, sem að sögn vísindamanna stafar fyrst og fremst af saltinnihaldinu.
Þegar salt lendir á bragðlaukum tungunnar skjótast merki upp í verðlaunamiðstöð heilans sem kallar fram boðefnið dópamín.
Dópamín vekur ánægjulega tilfinningu og þegar heilinn tengir flögurnar við ánægju vill hann meira. Það leiðir til hvatvísrar og óseðjandi þrá eftir meiru, sem er sambærilegt við eiturlyfjafíkn.
Salt leiðir til meiri kaloríuinntöku
Þess vegna kemur það ekki á óvart að saltur matur leiði til ofáts.
Í tilraun einni fékk hópur fólks fjórar tegundir máltíða sem voru að mestu leiti eins en misjafnar að salt- og fituinnihaldi. Burtséð frá fituinnihaldi borðaði hópurinn 11 prósent fleiri hitaeiningar í máltíðunum tveimur með miklu saltinnihaldi.
Samsetning fitu og kolvetna er í sjálfu sér ánægjuleg og ávanabindandi, en þegar salti er bætt við verða verðlaunin enn meiri.
Því þarf gríðarlega sjálfstjórn til að missa sig ekki í flögupokann.