Alheimurinn

Hvers vegna eru sumar stjörnuþokur spírallaga?

Mér er sagt að spíralarmar stjörnuþoku stafi af myndun nýrra stjarna. Hvernig gerist þetta?

BIRT: 04/11/2014

Ástæða þess að sumar stjörnuþokur eru spírallaga er sú að þær snúast. Hvernig þessi snúningur hefur orðið til, vitum við ekki, en það er þekkt í eðlisfræði að gasmassi sem snýst verður skífulaga þegar hann þéttist. Í spíralþoku er mest af ryki og gasi samankomið í tiltölulega þunnri skífu. Myndun nýrra stjarna á sér stað í skífunni og spíralarmarnir eru þeir staðir þar sem nýjar stjörnur myndast tíðast.

 

Það er auðvelt að sjá spíralarmana vegna þess að einmitt þar er að finna ungar og ljóssterkar stjörnur. Vissulega eru líka stjörnur milli armanna og utan við skífuna sjálfa, en þær sjást ekki jafn vel, vegna þess að þær eru orðnar gamlar og því ekki sérlega bjartar.

 

Það hefur tekið stjörnufræðinga mörg ár að skilja spíralarma, því eiginlega ættu þeir að leggjast inn að stjörnuþokunni, en það gera þeir ekki. Þeim mætti líkja við vinnusvæði á hraðbraut. Bílar fara um veginn á mikilli ferð en þegar kemur að vinnusvæðinu neyðast menn til að hægja á sér og bílaröðin þéttist. Þótt stöðugt fari nýir bílar framhjá breytist þéttnin í röðinni ekki á þessum stað.

 

Spíralarmarnir samsvara vinnusvæðum í stjörnuþokunni. Hér er samankomið mikið af ryki og gasi sem er á hægri ferð kringum stjörnuþokuna, mun hægari ferð en flestar stjörnur og gasský í stjörnuþokunni. Stjörnur og gasský á meiri hraða fara því fram úr spíralörmunum, en öfugt við bíla á hraðbraut hægja stjörnurnar ekki á sér, heldur verður afleiðingin sú að gas og rykský í örmunum þjappast saman og stjörnumyndun verður örari fyrir bragðið. Margar þessara stjarna verða svo skammlífar að þær eyða allri ævinni í grennd við mestu þéttnina.

 
 

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Austur-Þýskaland var aðeins lýðræði að nafninu til

Náttúran

Hvernig getur kviknað í af sjálfu sér?

Lifandi Saga

Hreintrúarfólk daðraði gegnum langt rör

Heilsa

Stór rannsókn sýnir fram á einfalda leið til að bæta þarmaheilsuna

Alheimurinn

Hvað gerist ef það slokknar á sólinni?

Menning

Heimsþekktir síamstvíburar

Maðurinn

Er hægt að vera með ofnæmi fyrir kulda?

Lifandi Saga

Hvenær komu fyrstu gauksklukkurnar fram?

Náttúran

Af hverju verða hlutir rafmagnaðir?

Náttúran

Topp 5 – Hvaða sprengiefni er eldfimast?

Maðurinn

Hugtökin vinstri og hægri stríða gegn eðli okkar

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.