Maðurinn

Hvers vegna misstu mennirnir feld sinn?

Maðurinn er eini meðlimur í ættbálki okkar, prímötum, sem ekki er þakinn feldi. Þannig hefur þessu þó ekki ætíð verið háttað. Sem dæmi má nefna að gæsahúð er leifar frá því þegar við vorum loðin. Feldurinn veitir einangrun gegn kulda og vörn gagnvart raka, höggum, áverkum og útfjólubláum geislum sólar. Hvernig skyldi þá standa á því að forfeður misstu þennan snilldarlega útbúnað sem tekið hafði milljónir ára að þróa? Lifðum við upprunalega í vatni og hefti feldurinn sundgetu okkar? Er hugsanlegt að feldurinn hafi orðið að lúta í lægra haldi fyrir afkastamiklu kælikerfi okkar, sem ruddi brautina fyrir þróun hitanæmasta líffærisins, þ.e. heilans? Enginn skortur hefur verið á kenningum en nú hallast vísindamenn helst að því að nekt okkar sé þannig til komin að hún gerir okkur betur til þess fallin að standa af okkur árásir sníkjudýra.

BIRT: 04/11/2014

Tilgáta 1 – Eflir sundgetu okkar

Feldurinn gerði okkur erfitt fyrir að lifa í vatni

 

Samkeppninnar vegna neyddust forfeður okkar til að leita niður að ströndum Afríku, þar sem þeir vörðu sífellt lengri tíma í sjónum. Líkaminn missti smám saman feld sinn, því feldurinn hefti sund og veitti enga einangrun í vatni.

 

UPPHAFSMAÐUR

Elaine Morgan hefur barist fyrir þessari tilgátu í ríflega 40 ár í bókum sínum og fyrirlestrum.

 

SAGA TILGÁTUNNAR:

Breski dýrafræðingurinn Sir Alister Hardy kunngjörði á sjöunda áratugnum þá umdeildu kenningu sína að maðurinn hefði eitt sinn lifað í vatni.

 

Tilgáta hans gekk út á að hluti apanna hefði rekið eina tegund frumstæðra mannapa út úr skóginum og niður að strönd Afríku eða að stöðuvötnum þar.

 

Þar hefðu þeir svo átt að verja lífi sínu að miklu leyti í vatni í sex til sjö milljónir ára og líkamarnir hefðu átt að losa sig við feldinn til að aðlagast þessu nýja umhverfi, því feldurinn hefði heft sundgetu þeirra auk þess sem hann hefði ekki veitt þeim einangrun í vatninu.

 

Einni til tveimur milljónum ára síðar hefðu þessir mannapar svo aftur neyðst til að flýja upp á land, þar sem þeir síðan hefðu þróast í menn.

 

Ef marka má hinn mikilsvirta rithöfund Elaine Morgan, sem hefur verið helsti talsmaður þessarar tilgátu undanfarin 40 ár, ætti kenningin m.a. að útskýra hvers vegna við erum einu prímatarnir sem ekki eru með feld.

 

Þó svo að spendýr á borð við seli, sem líkt og allir vita lifa í vatni, séu með feld þá telur Elaine að draga megi þá ályktun að feldlaus landdýr hljóti að hafa átt sér fortíð í sjó eða vatni.

 

Vísindamönnum hefur t.d. tekist að færa sönnur á að bæði fílar og nashyrningar hafi áður fyrr lifað í vatni þó svo að önnur feldlaus dýr, í líkingu við flóðhesta, lifi enn í vatni að hluta til.

 

Ef við veltum fyrir okkur uppréttri stöðu, þá geta allir apar gengið uppréttir við tilteknar aðstæður en það er einmitt þegar þeir ganga í vatni. Þá telur hún einnig það sérkenni okkar mannanna að vera útbúin undirhúðarfitu gefa sterklega til kynna að við eitt sinn höfum lifað í vatni.

 

Meðal landspendýra er nefnilega tilhneiging til að fitan safnist fyrir kringum innri líffæri en meðal dýra sem lifa í vatni og sjó er aftur á móti algengara að fitan leiti upp mót húðinni.

 

Elaine Morgan heldur því einnig fram að við mennirnir værum ekki færir um að tala nema fyrir þá sök að hafa lifað eitt sinn í vatni.

 

Við hefðum nefnilega hemil á andardrættinum, fyrir vikið, sem gerði okkur kleift að tala. Í dýraríkinu þekkist þessi eiginleiki einungis meðal spendýra sem geta kafað, svo og fugla. Þá kveður hún jafnframt fósturfitu hvítvoðunga benda til þess að við eigum okkur fortíð á floti.

 

STOÐIR TILGÁTUNNAR:

Vísindamenn einblína yfirleitt á líkindi okkar við nánustu frændur vora, simpansa og górillur.

 

Hins vegar er auðvitað greinilegur munur, eins og til dæmis það að aparnir eru með feld og ganga á fjórum fótum, en við auðvitað hárlaus og upprétt. Hins vegar gæti forsaga okkar í vatni skýrt eitt af séreinkennum mannsins, en með því er átt við einangrandi fitulagið undir húðinni, því feldur myndi enga einangrun veita í vatni. Þess má einnig geta að mörg feldlaus spendýr lifa að hluta til í vatni.

 

VANKANTAR TILGÁTUNNAR: 

Tilgátuna skortir beinharðar, vísindalegar sannanir. Þó svo að fundist hafi sniglar, krabbar og önnur ummerki um sjó í grennd við marga steingerða forfeður okkar, þá hafa enn ekki fundist steingerðir vatnsmenn.

 

Efasemdarmennirnir benda einnig á að feldur og undirhúðarfita séu afskaplega mismunandi meðal dýra sem lifa í vatni og því sé ekki hægt að nota þessa þætti sem sönnun fyrir fortíð manna í vatni. Tilgátan skýrir raunar heldur ekki hvers vegna karlmenn eru loðnari en konur.

 

STAÐFESTING TILGÁTUNNAR:

Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í þá veru að uppræta tilgátuna á hún sér enn lítinn hóp áhangenda. Mikilsmetnir steingervingafræðingar leggja þó ekki mikinn trúnað við tilgátuna.

 

Tilgáta 1 – Vörn gegn sníkjudýrum

Nakin húð ver okkur gegn óværu

 

Forfeður okkar breyttu lifnaðarháttum sínum og tóku sér fasta búsetu á einum stað. Við þetta fjölgaði sníkjudýrum gífurlega en heilsu okkar stafar einmitt veruleg ógn af sníklum. Við misstum síðan mestallan líkamsfeld okkar í því skyni að verja okkur gegn sníkjudýrunum.

 

UPPHAFSMAÐUR:

Markus Rantala kunngjörði sníklatilgátu sína í vísindagrein sem birtist árið 1999.

 

SAGA TILGÁTUNNAR:

Stuttu eftir að Darwin setti fram þróunarkenningu sína árið 1859 kunngjörði breski náttúruvísindamaðurinn Thomas Belt þá kenningu að forfeður okkar hefðu glatað feldinum til þess að forðast óværu á borð við sníkjudýr.

 

Í bók sinni „Naturalist in Nicaragua“, sem kom út 1874, ritaði hann að feldlausir prímatar hefðu spjarað sig betur en aðrir mannapar í hitabeltinu, því þeir hefðu átt auðvelt með að losa sig við „skortítur og önnur sníkjudýr sem kynnu að herja á þau“.

 

Darwin kollvarpaði tilgátu hans og benti á að engin önnur ferfætt hitabeltisdýr hefðu glatað feldinum eða þróað aðrar aðferðir til að losa sig við sníkla.

 

Tilgáta þessi lenti þar með í glatkistunni alveg þar til þróunarlíffræðingurinn Markus Rantala við Turku háskólann í Finnlandi setti fram nútímalega útgáfu sömu kenningar í vísindagrein sem birtist eftir hann árið 1999.

 

Í grein sinni benti hann á að eftir daga Darwins hefði komið í ljós að sníkjudýr væru meðal öflugustu þróunardrifkrafta sem þekktust. Sníkjudýr hafa mjög mikil áhrif á prímata og þess má til gamans geta að bavíanakvendýr verja allt að 28 hundraðshlutum ævinnar í að tína lýs hver af annarri.

 

Mörg blóðsugusníkjudýr, á borð við mýflugur, lýs og flær, geta borið smitandi sjúkdóma, sem ógna heilsunni og grandað geta heilu hjörðunum.

 

Þekktasta dæmið úr mannkynssögunni er sennilega Svarti dauði sem geisaði á miðöldum en bakterían barst einmitt með rottuflóm.

 

Í Svarta dauða lést um helmingur íbúa Evrópu. Annað þekkt dæmi er herferð Napóleons til Rússlands árið 1812.

 

Franskir vísindamenn hafa nýverið sýnt fram á að sókn hersins stöðvaðist ekki sökum kulda og sultar, eins og lengi var álitið, heldur vegna lúsar, sem bar með sér hina banvænu útbrotataugaveiki, sem talið er að deytt hafi um hálfa milljón hermanna.

 

Þannig að vitað er að sníklar hafa verið mikil og þung byrði að bera og þó svo að feldurinn hafi varið forfeður okkar gegn útfjólubláum geislum sólar, þá kann ávinningurinn af því að losna við sníkjudýr að hafa vegið þyngra.

 

Ástæða þess að maðurinn missti feld sinn er sú að lifnaðarhættir forfeðra okkar breyttust fyrir 1,8 milljón árum er þeir tóku sér fasta búsetu.

 

Sérfræðingar telja að konurnar hafi verið heima með börnin, á meðan karlmennirnir stunduðu veiðar fjarri heimilum, og að heimavera þeirra hafi skapað grundvöll fyrir gífurlega fjölgun sníkla sem lifðu sældarlífi á heimilunum.

 

Aðrir apar, á borð við górillur, eiga ekki við sömu vandamál að etja, því þeir eru á stöðugu flakki og gera sér nýjan næturstað á hverju kvöldi.

 

 

Maðurinn er eini prímatinn, af þeim 193 tegundum sem þekktar eru, sem flær herja á. Ástæðan er sú að flóaeggin festast ekki við hárin, heldur renna af líkamanum, og því getur sníkillinn einungis fullkomnað lífshlaup sitt ef hýsillinn snýr aftur í bækistöðvar sínar reglubundið.

 

Markus Rantala gerir sér í hugarlund að hárleysið hafi fyrst gert vart við sig hjá konunum, sem dvöldu aðallega á heimilunum og sem sníklar fyrir vikið hafi herjað mest á.

 

Nakta útlitið hafi síðan orðið kynferðislega aðlaðandi sem einnig skýrir hvers vegna konur eru minna hærðar um líkamann en karlar.

 

STOÐIR TILGÁTUNNAR:

Á undanförum áratugum hafa sífellt fleiri aðhyllst þá skoðun að sníklar geti skipt sköpum fyrir þróun tiltekinna tegunda. Í dag er almennt viðurkennt að sníklar hafi myndað hvað mestan valþrýsting í þróunarsögunni.

 

Þessi kenning er enn fremur sú einasta sem skýrt getur hvers vegna konur og karlar eru ekki hærð í sama mæli á líkamanum, líkt og kenningin styrkist af þeirri einföldu staðreynd að auðveldasta og fljótlegasta leiðin til að losna við sníkla á borð við lús er einfaldlega að raka hárin af líkamanum.

 

VANKANTAR TILGÁTUNNAR:

Sníkjudýr á borð við lýs og flær herja ennþá á okkur, þrátt fyrir nekt okkar og efasemdarraddirnar bæta því við að sum sníkjudýr, svo sem mýflugur og bitflugur, lifi jafnvel við hagstæðari skilyrði en áður.

 

Efasemdarmennirnir benda einnig á að maðurinn sé eini prímatinn sem glatað hafi feldinum.

 

STAÐFESTING TILGÁTUNNAR:

Valþrýstingur af hendi sníkla er að öllu jöfnu talinn skipta miklu máli í þróunarsögunni og þessi tiltölulega nýja kenning hefur hlotið mjög mikinn stuðning fyrir vikið.

 

Tilgáta 3 – Áhrifamikið kælikerfi

 

 

Naktir líkamar koma í veg fyrir ofhitun

Feldurinn laut í lægra haldi fyrir getunni til að svitna. Þannig var unnt að koma í veg fyrir að veiðimennirnir ofhitnuðu forðum á gresjum Afríku, auk þess sem heilinn gat farið að stækka.

 

UPPHAFSMAÐUR:

Nina Jablonski telur að missir feldsins stafi af því að forfeður vorir þróuðu með sér eiginleikann að svitna og fóru fyrir vikið að leita uppi orkuríka fæðu.

 

SAGA TILGÁTUNNAR:

Á níunda áratug 20. aldarinnar færði Peter Wheeler, við Liverpool háskóla, sönnur á að elstu mönnunum á gresjum Afríku hefði orðið allt of heitt við dýraveiðar.

 

Í kjölfarið fóru hann og Nina Jablonski, við Pennsylvaníu-háskóla, sem er einn helsti sérfræðingur heims á sviði þróunar mannsins, að velta því fyrir sér hvernig forfeður okkar hefðu getað hreyft sig svo mikið sem raun bar vitni og samt sem áður komist hjá ofhitnun.

 

Vísindamennirnir tveir eru þeirrar skoðunar að missir feldsins, svo og sá eiginleiki að við getum kælt okkur með því að svitna, hafi rutt brautina fyrir þróun stóra heilans okkar.

 

Bæði prímatar og menn losa sig við hita með því að svitna en maðurinn hefur nýtt sér þennan hæfileika til fullnustu. Sem dæmi má nefna að San-búskmenn í Suður-Afríku hafa hvað eftir annað komið vísindamönnum á óvart með því að geta elt gasellur þar til dýrin gefast upp sökum þess að þau ofhitna en þá geta veiðimennirnir drepið dýrin.

 

Nina Jablonski hefur einmitt vakið athygli á veiðunum og þeim breytingum sem urðu fyrir tveimur milljónum ára hjá elstu forfeðrum mannsins, Homo.

 

Þegar þar var komið sögu voru forfeður okkar orðnir háir og grannir og líkamsbyggingin gefur til kynna að þeir hafi ekki verið háðir trjám heldur hafi þeir farið um á tveimur jafnfljótum.

 

Veiðarnar ýttu undir þróun nakta líkamans en eftir að maðurinn missti feldinn og fór að svitna komst hann í tæri við allt öðruvísi og betri fæðu en fyrr, svo sem kjöt, fitu og beinmerg, sem sérfræðingar telja að hafi rutt brautina að þrefalt eða fjórfalt stærri heila en áður.

 

Til samanburðar bendir Nina Jablonski á sérstaka apategund, patas-apa, sem lifa á opnum svæðum í Austur-Afríku, líkt og elstu forfeður okkar gerðu, en þeir komast yfir stærri svæði en aðrir prímatar.

 

Patas-aparnir kófsvitna, líkt og menn gera, jafnvel þótt aðrir prímatar séu aðeins færir um að svitna örlítið. Nina Jablonski telur að þetta kunni einmitt að endurspegla lausnina sem forfeður okkar fundu, en með því er átt við að sú tegundin sem svitnar mest spjari sig best.

 

Patas-apar eru með snöggan feld og Nina Jablonski álítur að þeir eigi ekki eftir að glata honum algerlega, sökum þess að þeir ganga á fjórum fótum.

 

Forfeður okkar gengu hins vegar uppréttir, sem gerði það að verkum að skaðlegir útfjólubláir geislar sólar skinu á þá í minna mæli, og fyrir vikið gátum við þolað að glata feldinum og halda aðeins hári á höfðinu. Sá eiginleiki okkar að geta svitnað hefur að sama skapi verndað heilann, en hann starfar einmitt miklu verr ef hitastig okkar hækkar um tvær gráður.

 

STOÐIR TILGÁTUNNAR:

Kenningin er studd af ýmsum lífeðlisfræðilegum og erfðavísindalegum rannsóknum á manninum, steingervingarannsóknum á þróun mannsins og rannsóknum á veðurfarsbreytingum. Kenning þessi færir okkur bæði svör við því hvernig elstu forfeður okkar gátu stundað veiðar á gresjunni án þess að ofhitna og hvernig okkur tókst að þróa þennan stóra heila.

 

Afríski patas-apinn svitnar á svipaðan hátt og maðurinn. Þessi eiginleiki kemur sér vel, því dýrið lifir á opnum svæðum.

 

VANKANTAR TILGÁTUNNAR:

Tilgátan hefur ekki getað skýrt hvernig á því stendur að menn eru hærðari en konur né heldur hvers vegna konurnar misstu feld sinn úr því að það voru karlar sem stunduðu veiðarnar og hreyfðu sig mest.

 

Þá hafa efasemdarmennirnir einnig átt í basli með að skilja hvernig nektin gat svo að segja orðið til á gresjunni, þar sem líkamarnir urðu fyrir miklum hita af völdum sólar að degi til og fyrir miklu hitatapi á nóttunni. Nakin húðin gerir okkur að sjálfsögðu viðkvæmari fyrir miklum hitabreytingum á milli t.d. dags og nætur.

 

STAÐFESTING TILGÁTUNNAR:

Kæling hefur greinilega skipt miklu máli í þróunarsögu okkar en hvort hún er aðalástæða þess að við hættum að vera loðin er hins vegar ekki vitað. Kælingin er samt sem áður útbreiddasta skýringin á að við misstum feldinn og sú kenning er almennt viðurkennd.

 
 

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

NÝJASTA NÝTT

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Lifandi Saga

Af hverju er rússneskur bær í Noregi?

Lifandi Saga

Af hverju er rússneskur bær í Noregi?

Jörðin

Leiða loftslagsbreytingar til fleiri jarðskjálfta?

Jörðin

Leiða loftslagsbreytingar til fleiri jarðskjálfta?

Maðurinn

Heilsa okkar ræðst af blóðinu

Náttúran

Topp 5: Hvaða dýr stunda lengsta mökun?

Lifandi Saga

Sósíaldarwinistarnir lýstu yfir stríði gegn fátækum

Lifandi Saga

BNA á barmi borgarastyrjaldar: Nasista-prestur vildi bylta lýðræðinu

Vinsælast

1

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

2

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

3

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

4

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

5

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

6

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

1

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

2

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

3

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

4

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

5

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

6

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Lifandi Saga

Nasistaveiðar meðal óvina 

Lifandi Saga

Nasistar leituðu arísks menningarheims í Tíbet

Lifandi Saga

Newton upprætti peningafölsun í Englandi

Lifandi Saga

5 ástæður þess að BNA er einungis með tvo flokka 

Maðurinn

Hve lengi hefur krabbamein hrjáð mannkynið?

Maðurinn

Við getum lifað án heilastofns

Náttúran

Vísindamenn kortleggja nú heimshöfin

Heilsa

41 næringarríkustu fæðutegundir jarðar

Menning og saga

Leynirými í 4.400 ára gömlum egypskum pýramída

Heilsa

Vísindamenn hafa fundið mikilvægan eiginleika sem er sameiginlegur öllum sem náð hafa 100 ára aldri.

Lifandi Saga

Belgía biður Kongó afsökunar – með tönn

Lifandi Saga

Af hvaða kynstofni var Kleópatra?

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Risaeðlubeinagrindin ,,Apex” seldist fyrir 44,6 milljónir dollara eða sem svarar 6,2 milljörðum króna.

Náttúran

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is