Search

Hvers vegna skella bylgjur beint á strönd?

Ég hef oft undrast hvernig á því stendur að bylgjur skuli alltaf skella beint á ströndinni en ekki skáhallt, alveg sama hvaðan vindurinn blæs.

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Hin sérkennilega hegðun bylgna uppi við land byggist á aðstæðum á botninum og þá fyrst og fremst dýpinu.

Úti á opnu hafi, langt frá ströndinni, skiptir dýpið engu máli og hér hreyfast bylgjurnar undan vindi. Af þessu getur leitt að þær taki skáhalla stefnu að landi. En eftir því sem grynnkar þrýstist vatnið í bylgjunni saman og um leið dregur úr hraðanum. Þetta þýðir að sá hluti bylgjunnar sem er næst landi fer hægar en sá hluti hennar sem er fjær ströndinni. Þannig snýst bylgjan smám saman þar til hún að lokum skellur á ströndinni í því sem næst alveg beinni línu.

Þetta sama fyrirbrigði gildir líka um margvíslegar aðrar bylgjur. T.d. neyðast ljósbylgjur til að breyta um stefnu þegar þegar fara úr gleri og út í loft, þar eð ljósið fer um 30% hægar gegnum gler en loft.

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is