Hin sérkennilega hegðun bylgna uppi við land byggist á aðstæðum á botninum og þá fyrst og fremst dýpinu.
Úti á opnu hafi, langt frá ströndinni, skiptir dýpið engu máli og hér hreyfast bylgjurnar undan vindi. Af þessu getur leitt að þær taki skáhalla stefnu að landi. En eftir því sem grynnkar þrýstist vatnið í bylgjunni saman og um leið dregur úr hraðanum. Þetta þýðir að sá hluti bylgjunnar sem er næst landi fer hægar en sá hluti hennar sem er fjær ströndinni. Þannig snýst bylgjan smám saman þar til hún að lokum skellur á ströndinni í því sem næst alveg beinni línu.
Þetta sama fyrirbrigði gildir líka um margvíslegar aðrar bylgjur. T.d. neyðast ljósbylgjur til að breyta um stefnu þegar þegar fara úr gleri og út í loft, þar eð ljósið fer um 30% hægar gegnum gler en loft.