Maðurinn

Hversu hættulegar eru óbeinar reykingar í raun og veru?

Allir vita að reykingar eru heilsuspillandi, en hversu hættulegar eru óbeinar reykingar?

BIRT: 04/11/2014

Óbeinar reykingar eru skilgreindar sem innöndun tóbaksreyks og fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að þær eru mjög skaðlegar.

 

Strax upp úr 1980 sýndu vísindalegar rannsóknir að óbeinum reykingum fylgdi stóraukin hætta á ýmsum gerðum krabbameins. Það er líka greinilegt samhengi milli óbeinna reykinga og annarra sjúkdóma, m.a. hjarta- og æðasjúkdóma.

 

Áhrif óbeinna reykinga má rannsaka á marga vegu, t.d. með því að bera saman tíðni ákveðins sjúkdóms hjá þeim sem þurfa að anda að sér reykjarlofti og öðrum sem lifa að jafnaði í reyklausu umhverfi.

 

Það hefur komið í ljós að reyklausir makar reykingafólks eiga 20-30% fremur á hættu að fá lungnakrabba en í þeim tilvikum sem báðir makarnir eru reyklausir. Hætta á lungnakrabba er 15% meiri þar sem reykt er á vinnustað en í reyklausu vinnuumhverfi.

 

Krabbameinsvaldandi efni í tóbaksreyk eru skaðleg vegna þess að þau binda sig við DNA-sameindir í frumunum, sem sagt við erfðamassann, og geta komið í veg fyrir eðlilega afritun erfðaefnisins þegar fruman skiptir sér. Takist nýju frumunni ekki að gera við skemmdirnar getur hún orðið krabbameinsfruma. Önnur efni í tóbaksreyk leiða til æðakölkunar og auka hættu á blóðtappa.

 

Í bænum Helena í Bandaríkjunum bannaði bæjarstjórnin reykingar á öllum vinnustöðum og í opinberum byggingum árið 2002 og í kjölfarið fækkaði blóðtappatilvikum í hjarta marktækt. Þegar banninu var aflétt árið eftir fjölgaði blóðtappatilvikum á ný. Aukin hætta á hjartasjúkdómum af óbeinum reykingum samsvarar áhættu þeirra sem reykja allt að 10 sígarettur á dag.

 

Tóbaksreykur hefur líka áhrif á slímhimnur í nefi og öndunarfærum. Rannsóknir hafa sýnt að börn sem verða að þola óbeinar reykingar á heimilinu eiga tvöfalt fremur á hættu að fá m.a. eyrnabólgu, astma og lungnabólgu en börn sem ekki dvelja í tóbaksreyk.

 
 

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Jörðin

Af hverju er ís svona háll?

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.